Tæknifrúin: Net-eyðublöð

Ég eins og flestir kennarar hef stuðst talsvert við jafningjamat í kennslunni. Gallinn var að klippa niður miða eða prenta út fjöldann allan af blöðum og svo að taka saman niðurstöðuna. En þar sem að ég hef google reikning eins og flest allir android notendur þá hef ég notast við google forms í tilgangi. Í fyrsta lagi þá þarf ekki að eyða pappír, nemendur geta fyllt út í síma/tölvu og forritið heldur utan um niðurstöðurnar. Svo get ég vistað niðurstöðurnar og látið nemendurna fá þær. En það er auðvitað hægt að nota þetta í hvers konar spurningalista sem er.

Ég bjó hérna til smá sýnishorn.



Microsoft hefur verið að koma sér inn á þennan sama markað og google docs hefur átt og það sem Microsoft OneDrive hefur fram yfir er að notandinn (ég) á allt efnið mitt á meðan eignarhaldið hjá google er eitthvað á reiki.

Vinnan mín var að færa sig yfir í Microsoft en ég er ekki búin að færa efnið mitt yfir enn svo ég kann ekki almennilega á Microsoft Forms og veit ekki alveg hvort það fylgir ókeypis með Outlook. En ef fólk er að byrja þá held ég að ég mæli frekar með Microsoftinu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir