Fara í aðalinnihald

Typpamyndir

Ég lenti í þeim ósköpum í gær að heyra viðtalið við Óttar Guðmundsson um typpamyndirnar í beinni. Það er búið að svara hinni skelfilegu fullyrðingu sök fórnarlamba hrellikláms annars staðar og betur en ég get. 
Hins vegar minnti viðtalið mig á hugrenningar sem ég hafði fyrir um ári síðan þegar Free the Nipple gjörningnum var nýlokið og ég las erlenda grein um þann stórmerkilega sið margra karlmanna að senda konum typpamyndir af sér.
Biðst afsökunar á fitufordómunum
sem þessi mynd endurspeglar.
Það sem mér fannst merkilegt var að á sama tíma og konur upplifa það sem skömm að birtar séu nektarmyndir af þeim og eru að berjast gegn því þá eru karlmenn að taka og birta myndir af sér alveg óbeðnir. Já, ég set þetta undir sama hatt því yfirleitt hafa stúlkurnar tekið myndirnar sjálfar og sent þær alveg eins og strákarnir. Það sem gerist hins vegar er að sumir strákar deila myndunum eða setja þær á hefndarklámsíður. Stúlkur gera það síður við typpamyndirnar.
Það sem mér þótti merkilegt var þessi ofboðslegi munur á sjálfsöryggi kynjanna í skinni sínu. Stúlkurnar upplifa það sem skömm að líkami þeirra birtist nakinn á meðan sumir piltanna gera sér far um að senda myndir af sínu heilagasta sem víðast. 
Bara þetta finnst mér segja okkur ótrúlega margt um stöðu kynjanna og hefði viljað sjá kannað nánar og á talsvert faglegri hátt en þetta viðtal í gær.

Nýverið gluggaði ég í bók Óttars Hetjur og hugarvíl. Ég varð fyrir talsverðum vonbrigðum með greiningar geðlæknisins, karlarnir voru flestir siðblindir og konurnar með jaðarpersónuleikaröskun. Engin tilraun var gerð til að taka tillit til þeirrar menningar sem þessar sögupersónur áttu að hrærast í. Ef heiður fjölskyldunnar er ofar öllu þá er sá einstaklingur sem sinnir ekki hefndarskyldunni í slíku samfélagi aumingi. Ef hann sinnir henni þá er hann siðblindur að mati Óttars. Frekar klént, verð ég að segja.
Eitthvað virðist Óttar karlinn eiga erfitt með að átta sig á tíma og tímabilum því í gær vitnaði hann stöðugt í kynlífsbók Krafft-Ebing frá 1886 sem hlýtur að mega teljast úrelt. Óttari var tíðrætt um "öðruvísi kynlífshegðun eða svokallaðar pervertasjónir." Eiginlega þætti mér gaman að vita hvað nákvæmlega flokkaðist undir eðlilegt kynlíf í huga geðlæknisins ef svona ótrúlega margt flokkast undir pervertasjónir en  það er önnur saga
.
Óttar er sannfærður um að það að senda typpamynd sé á pari við sýniþörf eða gamla flassarann. Ok, nú er ég enginn Krafft-Ebing né Óttar en ég er nokkuð viss um að kikkið sem flassarinn fékk var við sjokkviðbrögðin sem hann fékk. Nú er ég ekki að afsaka typpamyndirnar en yfirleitt eru þær sendar til stúlkna sem typpalingurinn hefur áhuga á. Sumir þeirra halda raunverulega að konan vilji myndina. Aftur, ekki að afsaka þetta, en ég held að þetta snúist að mörgu leyti um fyrrnefnda staðreynd að karlmenn eru miklu sáttari við sig og útlit sitt en konur og dettur ekki í hug að það sé eitthvað ógeðfellt við líkama þeirra. Margir karlar skilja ekki þá veröld sem konur búa í og skilja ekki að konur upplifi typpamyndina þeirra sem ofbeldi.


Sem færir mig að næsta atriði sem truflar mig en það er sú fullvissa læknisins að limurinn, eða tillinn eins og hann vildi nefna hann, sé ógnandi, að hann einn og sér sé einhvers konar táknmynd vopns. Það var alveg ljóst í hans huga að þegar konur sáu óumbeðna mynd af karlmannslim þá væri konan að taka þátt í ofbeldiskynlífi. Ég ætla ekki út í hugtakaskýringar en ég er þess fullviss að fyrirbærið ofbeldiskynlíf sé ekki til. 
Leyfið mér að útskýra þetta með vopnið betur. Myndi einhverjum detta það í hug að óumbeðin mynd af brjóstum eða píku sé ógnandi? (Svona ef út í það er farið; hefur einhverjum dottið í hug að allar þessar beru konur út um allt séu flassarar?) 
Kynlíf er frábært svo í rauninni ætti limurinn að tákna unað en ekki ógn. Hins vegar er það þannig að t.d. bannmerkingar í bíó eru strangari ef limur sést á tjaldinu. (Var það alla vega hér í denn.) Þá er einhverra hluta vegna allt í lagi að flagga berum konum stöðugt en guð forði okkur frá því að ber karlmaður sjáist einhvers staðar. Kannski skýrir það af hverju karlmenn eru svona ánægðir með sig en konur óánægðar, það eru ekki nándar nærri sömu útlitskröfur í almannarýminu til karla og kvenna. Það kvað svo rammt að þessum heilaþvotti að ég hef heyrt fleiri en eina fullorðna konu og fleiri en tvær fullyrða að kvenlíkaminn séu miklu fallegri en karllíkaminn. Really?! (Þarf víst ekki eldri konur til 😩 )
Það er í rauninni afar sorglegt að við séum á þeim stað enn í dag að kynferðislega virk kona sé eftirsóknarverð en kynferðislega virkur karlmaður ógnandi. En auðvitað er það vegna valdamisræmisins sem enn gætir á milli kynjanna. Limurinn sjálfur er ekki ógnandi, karlmaðurinn sjálfur er hvorki ljótur né ógnandi. Vald karlmannsins í heiminum, sem grundvallast á líkamlegum styrk hans, er hins vegar ógnandi.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út

Sannleikurinn, slúðrið og ástin.

  Eftir að ég varð “klikkaða kerlingin á Hálsi” þá hef ég tekið kjaftasögum með mun meiri fyrirvara en áður. Ég hef lært að orðatiltækið „sjaldan veldur einn er tveir deila“ er kjaftæði og sannleikann er ekki endilega að finna í miðjunni á sitthvorri hliðinni. Sumir eru fullfærir um að valda og viðhalda deilum alveg einir árum saman og ljúga út í eitt. Ég hef líka fengið staðfest að það virðist mega tala hvernig sem er um konur og miðaldra konur alveg sérstaklega séu mun ómarktækari en aðrar. Þá eiga konur sem veikjast að einbeita sér að veikindum sínum. Ekki eyða orkunni í eitthvað annað. Ekki samt tala um veikindin. Bara halda kjafti. Helst úti í horni. Með þessa reynslu í farteskinu hefur mér fundist erfitt að fylgjast með fréttaflutningi og umræðum um Sólveigu Önnu annars vegar og mál Jóns Baldvins hins vegar. Orðræðan um Sólveigu Önnu hjó mjög nærri; klikkuð og erfið. Þetta er mjög algeng orðræða um konur, sérstaklega þær sem neita að læðast meðfram veggjum. Sólveig Anna benti