Jafnrétti er byggðamál

Þann 17. nóv. 2016 var haldinn 52. fundur í Félags- og menningarmálanefd Þingeyjarsveitar. Á þeim fundi var fjallað um jafnréttismál i sveitarfélaginu og eftirfarandi fært til bókar:

5. Jafnréttismál.
Umræður um jafnréttismál í sveitarfélaginu og hvernig best sé að auka umræðu og fræðslu. Nefndin beinir því til fræðslunefndar að fengnir verði utanaðkomandi fyrirlesarar til að auka við jafnréttisfræðslu í skólum sveitarfélagsins og tekið verði tillit til þess í fjarhagsáætlanagerð fyrir næsta ár.


1.des samþykkti sveitarstjórn fundargerðina og vísaði til fjárhagsáætlunar.

5. des var haldinn fundur í Fræðslunefnd Þingeyjarsveitar í Stórutjarnaskóla og segir í fundargerð:

6. Jafnréttisfræðsla í skólum sveitarfélagsins
Margrét sagði frá því að gert sé ráð fyrir peningum í fjárhagsáætlun Félags- og menningarmálanefndar fyrir árið 2017 til jafnréttis-/kynjafræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd hvetur skólastjóra til að nýta sér þetta.

Þetta er bæði þarft og gott framtak og þakka ég fyrrnefndum nefndum og sveitarstjórn fyrir.
Ég hlakka til að sjá hvernig skólarnir nýta sér þetta góða tækifæri.
Stórutjarnaskóli á góðan að í Ingólfi Ásgeiri Jóhannessyni ef skólann vantar ábendingar og örugglega Þingeyjarskóli líka.



Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir