föstudagur, ágúst 02, 2019

Að flæma fjölskyldu af heimili sínu

Ég er búin að margsegja þetta en samt virðast ekki allir skilja hvað er í gangi hérna á Hálsi. Svo ég ætla að segja það einu sinni enn í von um að það skiljist:

Fyrir 10 árum síðan byggðum við hjónin hús fyrir okkur og fjölskylduna okkar. Það kostar alveg jafnmikið að byggja hús úti í sveit eins og annars staðar. Það hins vegar selst ekki á sama verði. Við byggðum húsið samt því við ætluðum að búa hér út ævina. Við ætluðum aldrei að selja þetta hús.

Fyrir tveimur árum móðgaðist maður vegna smámuna.Hann er svo móðgaður að hann er búinn að búa til risastóran hnút og taka hinn meðeigandann með sér inn í delluna.

Við erum margbúin að bjóða sættir. Marteinn er margbúinn að gera tilboð í allt. Við erum margbúin að reyna að leysa þetta en allt kemur fyrir ekki.

Það eina sem mótaðilarnir bjóða upp á er að allt verði selt þ.m.t. húsið okkar. Ef við samþykkjum það ekki þá verður okkur haldið í þessu helvíti, í andlegri, veraldlegri og fjárhagslegri gíslingu.

Einhverra hluta vegna virðist fólk ekki skilja það að ef húsið okkar er selt þá eigum við það ekki lengur. Sem þýðir að við verðum að flytja úr því. Við hjónin með drengina okkar tvo. Fjölskyldan.

Þannig að það er beinlínis verið að reyna að flæma tvo drengi af heimilinu sínu. Annar flutti hingað eins og hálfs árs og hinn er fæddur hér. Þetta er eina heimilið sem þeir þekkja.

Takk fyrir að taka þátt í aðförinni.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...