Í neti narsissistans

Mjög upplýsandi grein sem ég hvet fólk til að lesa þótt hún sé löng.


Í neti narsissistans

Undanfarnar vikur hefur borið á aukinni umræðu um ofbeldi í samfélaginu meðal annars vegna álags sem myndast hefur inni á heimilum í einangrun. Ástæður þess að fólk beitir ofbeldi geta verið fjölmargar en stundum getur verið um að ræða ákveðna persónugerð sem kallast „Sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun" eða „sjálfsdýrkandi" (narsissisti).


Sjálfsdýrkandinn er einstaklega slyngur í að spila hlutverk fórnarlambsins og næla sér í stuðning úr nærumhverfinu. Til að ná því fram svífst hann ekki neins og segir það sem honum dettur í hug til að ná í samkennd. Afar mikilvægt er að biðja fólk sem þig grunar að gætu verið sjálfsdýrkendur um staðreyndir. Þeir segja setningar eins og „hún er búin að senda mér fullt af ljótum skilaboðum ...“; „hún er búin að hafa af mér allar eigur ...“; „ég er bara á götunni ...“. Biðjið um að fá að sjá gögn eða aðra haldbæra hluti sem ekki er hægt að hrekja en fyrst og fremst skulið þið biðja um hina hlið málsins nema þú kjósir að vera eins og korktappi í ólgusjó narsissistans. Staðreyndir eru gjarnan í hrópandi ósamræmi við orðin. Hann bregst oftast ekki vel við slíkri bón og ásakar þig um að standa með hinum aðilanum og fær þig þannig til að draga þig í hlé, gjarnan með því að vekja hjá þér sektarkennd, til að halda friðinn. Hann kemst því oft langt í ásökunum sínum án þess að fólk sjái nokkurn tíma haldbær gögn. Þessar upplýsingar eru einstaklega mikilvægar í heimi lögmennskunnar þar sem narsissískir einstaklingar geta keyrt upp lögmannskostnað einungis byggt á orðum sínum og komast oft upp með það í lengri tíma að leggja ekki fram haldbær gögn máli sínu til stuðnings og mála sig sem fórnarlamb. 

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir