Fara í aðalinnihald

Enginn hagsmunaárekstur - alls enginn

 Þetta er Ólafur Rúnar Ólafsson. Hann á og rekur Lögmannsstofu Norðurlands. Skv. fyrirtækjaskrá er Ólafur 100% eigandi stofunnar.  Hann var/er líka lögmaður H.
Þetta er Sunna Axelsdóttir. Hún vinnur á sömu stofu og Ólafur Rúnar.
Sunna var sett sem skiptastjóri í opinberum skiptum dánarbús móður þeirra systkina. Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá sagði Marteinn: "Nei, takk, þú ert vanhæf." Sunna sagði: "Nei, ég er það ekki neitt." Kemur í ljós að ÓRÓ sagði sig frá störfum fyrir H í kjölfar þess að Sunna fékk skiptin.

Marteinn kvartaði til dómarans sem skipaði Sunnu. Dómarinn heitir Hlynur Jónsson.


Marteinn sagði við dómarann: "ÓRÓ hefur verið lögmaður H lengi. ÓRÓ sagði sig frá störfum fyrir hann bara vegna þess að Sunna er með skiptin. Svo þegar skiptin eru búin mun hann taka aftur að sér hagsmunagæslu fyrir hann. Þetta er bara þykjustuleikur." Þá sagði Hlynur: "Það er allt í lagi ÓRÓ má alveg gera það. Sunna er samt ekki vanhæf vegna þess að akkúrat núna vinnur ÓRÓ ekki fyrir H."

Finnst ykkur réttarkerfið á Íslandi ekki dásamlegt?

Og hver haldið þið að niðurstaða Sunnu hafi verið? Hún var alveg nákvæmlega sú sem H vildi að hún væri.

Eruð þið ekki hissa? Finnst ykkur það ekki magnað? Hverjum hefði dottið það í hug!

Réttarkerfið á Íslandi, maður, það er geggjað.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

Æviveginn arkar hrund, ellin handan bíður. Langt í hennar lokastund Lofar aldur þýður. Lífið allt hið ljúfast er. Lægðir þó á köflum. Veginn stundum skrattinn sker, skakar illum öflum. Tröllum birginn bauð og hló. Barðist eins og fjárinn. Litlar skeinur skapar þó, skreppa fram þá tárin. Allt í einu skrugguský. Skelfur allt af ótta. Tættur vegur, drulludý. Dregið fyrir flótta. Fellur kona´á fætur sér, finnur kaldan náinn. Undir kufli beinin ber. Blikar nótt á ljáinn. Skekur skelfing líf og sál, skuggar fylla hjarta. Vona’ og drauma brennur bál, beiskum tárum skarta. Móðir óttast, örvingluð. Allar bænir biður: “Leyfðu mér að lifa, guð Ljóstu meinsemd niður.”

Að greinast með krabbamein

 

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Fasteignasalan Byggð.  Vegna aðstæðna viljum við selja fallega einbýlishúsið okkar í sveitinni. Húsið er byggt 2010, 161 fm steypt. Fjögurra herbergja. Samliggjandi stofa og eldhús. Tvö baðherbergi. Búið er aðallega kúabú/mjólkurbú með ýmsum aukaverkefnum.  Einnig er hægt að fá lítið gistikot sem stendur við húsið og gefur ágætar tekjur.  Húsið er í leigu með góðum og skilvísum leigjendum. Fyrir liggur nýlegt verðmat á öllum eignum sem og skýrsla um rekstur búsins. Þessar eignir seljast saman. Vert er að benda á að skv. Reiknilíkani byggingarkostnaðar kostar rúmar 80 milljónir að byggja 161 fm hús í dag. Vinsamlegast hafið samband við Martein ef áhugi er fyrir hendi, hann veit allt um búreksturinn. GSM 893-3611 Email marteinngunnars@gmail.com