Fara í aðalinnihald

Grenndarréttur

 Skrifað 2020 og sent til sveitarstjóra Þingeyjarsveitar sem hefur ekki enn svarað erindinu.

 

Til þess er málið varðar.

Þannig er mál með vexti að eiginmaður minn, Marteinn Gunnarsson, á 1/3 í Hálsbúi ehf. sem er að Hálsi. Búið á hann með tveimur bræðra sinna. Árið 2010 byggðum við hjónin einbýlishús á Hálsi og skuldsettum okkur í kjölfarið.

Fyrir þremur árum komu upp leiðindi sem leiddu til þess rúmu ári seinna að Marteinn hætti að vinna á búinu. Til að sjá fyrir okkur og börnum okkar stundum við vinnu utan heimilis og einnig höfum við rekið ferðaþjónustu í gegnum miðilinn Airbnb. Airbnb vinnur eftir svokölluðu umsagnakerfi og stjörnugjöf. Því hærri einkunn sem gestgjafi fær því hærra lendir hann í leitarniðurstöðum. Því hærra sem eignin lendir í leitarniðurstöðum því líklegra er að hún sé bókuð. Þetta veit starfandi bóndi, hann hefur sjálfur verið með eign inni á síðunni.

Við áttum okkur að sjálfsögðu á að bændur heyja um sumur og stundum verður veðurs vegna að vinna lengi fram eftir til að ná inn heyjum. Það er sjálfsagt að taka tillit til slíks. En starfandi bóndi á Hálsi hefur tekið upp það vinnulag að byrja heyskap fjærst húsi okkar og enda næst því. Á heyskapartíma er því iðulega unnið í kringum húsið okkar eftir 22:00 á kvöldin. Þann 11. júlí síðastliðinn var rúllað niðri á túnum fram undir eitt um nóttina. Þessu verki fylgdi mikill hávaði.

Þegar borinn er skítur á tún þá vill svo til í 95% tilvika að vindáttin stendur á húsið okkar. Þá þarf einnig að bera skítinn á túnin langt fram eftir kvöldi. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá þarf að hræra í skítnum sem er gert með dráttarvél og er því dráttarvél drynjandi allan daginn langt fram á kvöld í 120 metra fjarlægð frá húsinu okkar.  

Í þann 18. júlí voru gestir í öllum herbergjum. Hér lá megn skítafýla yfir húsið, dráttarvélin drynjandi og keyrt fram og til baka á annarri dráttarvél fram til 23:00 . Ég tel nokkuð ljóst að einkunnin verði ekki góð.

Við áttum okkur á að við búum á miðri bújörð.  Undir öllum venjulegum kringumstæðum myndi starfandi bóndi taka tillit til okkar starfsemi rétt eins og við tökum tillit til hans. En hér eru ekki venjulegar kringumstæður. Þetta gerist ekki óvart.

Þann 26. maí sl. héldum við upp á átta ára afmæli sonar okkar. Skólafélagar hans komu og léku sér úti enda ágætt veður. Skítatraktorinn var drynjandi í þessa þrjá tíma sem afmælið varði og gaus upp megn skítagasfýla sem lagði yfir húsið. Vert er að taka fram að í þetta skipti varði þessi vinna aðeins í þessa þrjá tíma. Þá var borið á túnið næst húsinu, sama tún og var borið á daginn áður.

Er þá ótalið þegar hljóðvörn að kornþurrkara var stöðugt færð frá og kýrhræ var látið liggja á hlaðinu í beinni sjónlínu allan daginn.

Spurningar mínar eru því: Gilda einhverjar reglur um hávaða í dreifbýli? Gilda óskráðar reglur grenndarréttar ekki  í dreifbýli? Hvert get ég snúið mér til að fá úr þessu skorið?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

Æviveginn arkar hrund, ellin handan bíður. Langt í hennar lokastund Lofar aldur þýður. Lífið allt hið ljúfast er. Lægðir þó á köflum. Veginn stundum skrattinn sker, skakar illum öflum. Tröllum birginn bauð og hló. Barðist eins og fjárinn. Litlar skeinur skapar þó, skreppa fram þá tárin. Allt í einu skrugguský. Skelfur allt af ótta. Tættur vegur, drulludý. Dregið fyrir flótta. Fellur kona´á fætur sér, finnur kaldan náinn. Undir kufli beinin ber. Blikar nótt á ljáinn. Skekur skelfing líf og sál, skuggar fylla hjarta. Vona’ og drauma brennur bál, beiskum tárum skarta. Móðir óttast, örvingluð. Allar bænir biður: “Leyfðu mér að lifa, guð Ljóstu meinsemd niður.”

Að greinast með krabbamein

 

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Fasteignasalan Byggð.  Vegna aðstæðna viljum við selja fallega einbýlishúsið okkar í sveitinni. Húsið er byggt 2010, 161 fm steypt. Fjögurra herbergja. Samliggjandi stofa og eldhús. Tvö baðherbergi. Búið er aðallega kúabú/mjólkurbú með ýmsum aukaverkefnum.  Einnig er hægt að fá lítið gistikot sem stendur við húsið og gefur ágætar tekjur.  Húsið er í leigu með góðum og skilvísum leigjendum. Fyrir liggur nýlegt verðmat á öllum eignum sem og skýrsla um rekstur búsins. Þessar eignir seljast saman. Vert er að benda á að skv. Reiknilíkani byggingarkostnaðar kostar rúmar 80 milljónir að byggja 161 fm hús í dag. Vinsamlegast hafið samband við Martein ef áhugi er fyrir hendi, hann veit allt um búreksturinn. GSM 893-3611 Email marteinngunnars@gmail.com