Fara í aðalinnihald

Froskur útgáfa

 Eins og dyggir lesendur vita þá er ég mikill myndasöguaðdáandi. Þess vegna hef ég verið mjög hrifin af Froski útgáfu og er að safna innbundnu Tinnabókunum. 

Núna á Froskur 10 ára afmæli og er í tilefni af því að selja tilboðspakka með talsverðum afslætti. Þar sem ég bý úti á landi þá skoða ég alltaf sendingarkostnaðinn, tilboð eru iðulega alls ekki jafngóð tilboð og þau virðast vera þegar sendingarkostnaðurinn bætist ofan á.

Mig langar auðvitað í marga pakka en verður úr að ég panta bara Lukku Láka pakkann upp á 10.767,- kr. Afslátturinn er  sagður 45%. Ég skoða sendingarkostnaðinn sérstaklega eins og ég geri alltaf. Þar segir að "sendandi greiði við móttöku" 

Vissulega skringilega orðað en engu að síður stendur beinum orðum að "sendandi greiði." Þá er einnig útlistað, eins og sést á skjáskoti, hvernig greiðslu fyrir aðrar sendingar er háttað og gefin upp verð. Mér finnst ekki óeðlilegt að ætla að inni í tilboðspakkanum sé tilboð á sendingu. 

Í dag fæ ég tilkynningu um að pakkinn sé kominn á pósthúsið og ég eigi að greiða 1.790,- fyrir sendinguna. Ekki nóg með að ég eigi að greiða fyrir sendinguna eftir allt saman heldur er sendingarkostnaðurinn hærri heldur allar aðrar tölur sem eru gefnar þarna upp.

Og sjáið nú til; ef ég hefði vitað að ég ætti að borga sendingarkostnaðinn þá hefði ég líka pantað Viggó viðutan pakkann sem mig langar í því þá hefði sendingarkostnaðurinn lækkað hlutfallslega.

Ég hringi í Frosk og get ekki sagt að ég hafi fengið vinalegar móttökur. Einhvern veginn er það mjög heimskuleg ályktun af minni hálfu að halda að sendandinn greiði þótt það standi á síðunni. Eina sem viðkomandi gat boðið upp á var að ég afþakkaði pakkann og fengi þá væntanlega endurgreitt. Ég benti viðkomandi á að upplýsingarnar á síðunni væru rangar en það skipti augljóslega ekki máli. Sá ég þá sæng mína útreidda og kvaddi.

Ég átta mig á að þetta var skringilega orðað en ég vil meina að upplýsingarnar séu í besta falli villandi og í versta falli beinlínis rangar. Þetta hefur verið lagað á síðunni núna eftir símtalið mitt.

Ég leysti síðan pakkann út þótt tilboðið góða sé nú aðeins 25%. Ég spurði að því hvað fyrirtækið myndi þurfa að borga fyrir þvælinginn á pakkanum ef ég hefði afþakkað. Það hefði þurft að borga fyrir sendinguna norður og fyrir að leysa hann út aftur fyrir sunnan. Ég hefði auðvitað átt að gera það en ég spara upp í þetta með því að eiga ekki frekari viðskipti við þetta fyrirtæki á næstunni.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út
Látið ekki sakleysislegt útlitið blekkja! Já, við fyrstu sýn virðist þetta ósköp eðlilegur köttur. En hún er það ekki! Ég var hringd út um tvöleytið í dag því að þessi vargur, þessi glæpaköttur hafði ráðist á litlu, sætu kisustelpuna mína þar sem hún svaf í sakleysi sínu. Þær voru í fangbrögðum þegar litla systir sleit þær í sundur! Og litla, sæta kisustelpan mín var öll útklóruð með, ég er gjörsamlega miður mín, bitsár á bringunni. Svo það var brunað upp á Dýraspítala þar sem hún var sprautuð með pensilínsprautu. Það er ekki nóg með að verða fyrir svona svívirðulegu launsátri heldur þurfti hún að fara í bíl! Og fá sprautu! Á meðan skraðræðisgripurinn var heima og hrósaði sigri og þóttist aldeilis hafa tekist að hrekja keppinautinn að heiman. Þegar við komum aftur heim og Snotra litla, fórnarlambið, faldi sig uppi í glugga og rétt gjóaði einu auga í genum rifu til að fylgjast með ofbeldisseggnum, þá lá Kolfinna í leyni fyrir Dúlla. Ég ætlaði að taka hana upp og ræða þessa hegðun