Fara í aðalinnihald

Þetta þarf ekki að vera svona

Við erum fjögurra manna fjölskylda með húsnæðislán. Við höfum aldeilis fundið fyrir hækkun matvæla og olíuverðs. Við finnum svo sannarlega fyrir hækkun stýrivaxta Seðlabankans.

Mér er sérstaklega minnistætt þegar Seðlabankastjóri hóf stýrivaxtavegferð sína þá talaði hann um að það hefðu orðið hækkanir á öllu og alveg sérstaklega á húsnæði og það yrði að sporna við þessari verðbólgu, m.a. fór hann fram á það við aðila vinnumarkaðarins að halda að sér höndum við launahækkanir. Bíddu, ha?! Það er allt að hækka og það er allt í lagi nema hvað að launin mega ekki hækka. Hvernig eigum við að hafa efni á öllum þessum hækkunum ef launin hækka ekki með?

Og tökum alveg sérstaklega eftir þessu: Það er hægt að hafa hemil á launahækkunum. Af hverju er ekki hægt að hafa hemil á verðhækkunum?

Á þessum tímapunkti var farin að sveima um í höfðinu á mér eftirfarandi spurning: Þarf þetta að vera svona?

Rétt fyrir jól skall svo á frétt um fyrirhugaða leiguhækkun hjá Ölmu leigufélagi. Allir ruku upp til handa og fóta og voru voða hneykslaðir, líka fyrirmenn í ríkisstjórninni. Þá kom nýtt hugtak; leiguþak.

Það er sem sagt hægt að hafa hemil á launahækkunum og það er hægt að setja þak á leigu (það er samt ekki gert) en það er ekki hægt að hafa hemil á verðhækkunum? Vitiði, ég trúi þessu ekki. Ég er orðin fullkomlega sannfærð um að þetta þurfi ekki að vera svona.

Það er talað um Covid-faraldurinn og  stríðið í Úkraínu sem torveldi aðföng. Það er talað um markaðinn sem sveiflast upp og niður. Núna skulum við aðeins staldra við. Það er talað um þessa hluti eins og eitthvert náttúruafl sem verði ekki við ráðið. Við skulum hafa eitt alveg á kristaltæru: Á bak við hverja einustu verðhækkun er ákvörðun sem einhver einstaklingur tók. Þetta er allt saman mannanna verk.

Ég veit að Ísland er lítið land og hefur ekki mikla stjórn í ólgusjó umheimsins. Þegar heimsmarkaðsverð hækkar á olíu þá er þarf auðvitað alveg bráðnauðsynlega að hækka verðið á olíunni strax hér, líka olíuna á tönkunum sem var keypt á gamla verðinu. Það hins vegar svo merkilega til að þegar heimsmarkaðsverðið lækkar þá lækkar verðið hér ekki að sama skapi.

Það eru eigendur fyrirtækisins Ölmu sem ákváðu að hækka leiguna. Það er fólk sem ákveður að hækka verðið, það er fólk sem ákveður að búa við þetta mannfjandsamlega markaðshagkerfi. Þetta þarf ekki að vera svona.

Hvaðan kemur þessi aukna arðsemiskrafa? Af hverju þurfa fyrirtæki að græða meira í ár en í fyrra? Af hverju mega fyrirtæki ekki bara bera sig? Af hverju er það ekki nóg? Af hverju þarf að hækka verðið á álegginu til þess að eigendur matvöruverslana græði auka hundrað milljónir?

Fyrir fólk sem á milljón trilljón billjónir þá skipta hundrað milljónir engu máli til eða frá. Þessar verðhækkanir skipta hins vegar talsvert miklu máli fyrir okkur hin.

Þetta er mannhatur og græðgi.

„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“

Úr skýrslu Styrmis Gunnarssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 1. október 2009, bls. 1-2.


Þetta breytist ekki á minni lífstíð en ég vona að þetta breytist í framtíðinni.


 

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út
Látið ekki sakleysislegt útlitið blekkja! Já, við fyrstu sýn virðist þetta ósköp eðlilegur köttur. En hún er það ekki! Ég var hringd út um tvöleytið í dag því að þessi vargur, þessi glæpaköttur hafði ráðist á litlu, sætu kisustelpuna mína þar sem hún svaf í sakleysi sínu. Þær voru í fangbrögðum þegar litla systir sleit þær í sundur! Og litla, sæta kisustelpan mín var öll útklóruð með, ég er gjörsamlega miður mín, bitsár á bringunni. Svo það var brunað upp á Dýraspítala þar sem hún var sprautuð með pensilínsprautu. Það er ekki nóg með að verða fyrir svona svívirðulegu launsátri heldur þurfti hún að fara í bíl! Og fá sprautu! Á meðan skraðræðisgripurinn var heima og hrósaði sigri og þóttist aldeilis hafa tekist að hrekja keppinautinn að heiman. Þegar við komum aftur heim og Snotra litla, fórnarlambið, faldi sig uppi í glugga og rétt gjóaði einu auga í genum rifu til að fylgjast með ofbeldisseggnum, þá lá Kolfinna í leyni fyrir Dúlla. Ég ætlaði að taka hana upp og ræða þessa hegðun