fimmtudagur, nóvember 14, 2002
Það er bara fimmtudagur og ég er gjörsamlega búin á því. Þessi börn eru algjörar orkusugur, ég skil ekki hvernig fólki dettur í hug að hafa þetta heima hjá sér líka. Annars held ég að ég hafi verið að upplifa eggjahljóð í fyrsta skipti í gær. (Enda tími til kominn, ég fer brátt að renna út á aldri.) Var að horfa á menningarþáttinn 3rd Watch og þar er komið lítið stúlkubarn til sögunnar. Upp í huga minn skaust: ,,Ohhh.. gúdsí, gúdsí." Veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við þessu, vona bara að það líði hjá. Það vill mig jú enginn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli