Guði sé lof og dýrð, það er að koma helgi. Planið er að snúa tám upp í loft og lesa eitthvað skemmtilegt og dorma þess á milli. Ég er ekki svona party animal eins og sumir. Það gæti verið að mér þóknaðist að undirbúa kennslu og fara yfir verkefni en það verður væntanlega ekki fyrr en á sunnudagskvöld ef ég þekki mig rétt.
Annars hlotnaðist mér sá vafasami heiður að vera kosinn formaður húsfélagsins á sínum tíma og verð að halda fund eftir helgi. Á ég að taka til í íbúðinni eða ekki? Er ekki viss um að ég meiki það að vera umtöluð subba. Það væri líka illt til afspurnar í hinni örvæntingarfullu eiginmannsleit minni. Aldrei að sýna sína réttu hlið fyrr en eftir brúðkaupið.
föstudagur, nóvember 15, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...

-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Mér finnst borgaralegar fermingar asnalegar.
-
Eins og flesta rekur minni til þá gekk Covid 19 yfir heimsbyggðina fyrir nokkrum árum. Covid 19 er það sem í sögulegu samhengi er yfirleit...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli