Bara rólegheit í gangi, foreldrafundur með opnum tíma svo ég er bara að væflast og bíða eftir að fólk reki inn nefið. Geri bara ekki annað en að tala vel um börnin, enda ekki annað hægt þetta er hið ágætasta fólk.
Mér finnst merkilegt að þessir krakkar sem eru aldir upp við stanslaust sjónvarp, tölvuleiki og netið eru með alveg ágætlega frjóa hugsun þrátt fyrir alla þessa mötun. Við höfum reglulega ritun í íslenskunni sem eru frjáls skrif, þau mega skrifa um hvað sem þau vilja. Ég fæ alltaf hin fínustu verkefni úr þessum tímum. Þau geta virkilega skrifað og hugsa greinilega um hina ýmsu hluti. Og þau eru öll góð sem er merkilegt miðað við hvað þau eru mörg. Krakkarnir eru að breytast mikið á þessum árum bæði andlega og líkamlega svo það er ekki skrítið að þau séu eitthvað óörugg og með allar varnir uppi. Stælarnir og hortugheitin snúast um það að vernda litla, viðkvæma sálartetrið. Þetta er vandað fólk upp til hópa.
Þannig að, ef einhver hefur áhyggjur af framtíð landsins þá getur hann hætt því, hún er í öruggum höndum.
föstudagur, janúar 10, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...

-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Mér finnst borgaralegar fermingar asnalegar.
-
Er það hrikalega fordómafullt af mér ef ég segi að ég sé að missa umburðarlyndið með umburðarlyndinu? Ég var nefnilega að horfa á fréttirnar...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli