Af hverju? (Yesterday)

Af hverju, fór ég í þetta kennslunám.
Röddin mín hún er orðin rám.
Og fötin eintómt krítarkám.

Launin mín, þau eru bara alltof lág.
Það er svo margt sem ég ekki á
og mun eflaust aldrei fá.

Í stofunni börnin aldrei þagna.
Allar helgar heima sofandi, örmagna.

Af hverju, eyði ég ævistundum
á næstum endalausum fundum
og tapa lífsins sekúndum.

Í stofunni börnin aldrei þagna.
Allar helgar heima sofandi, örmagna.

Af hverju, eyði ég ævistundum
á næstum endalausum fundum
og tapa lífsins sekúndum.


Samið fyrir Ég í ljósi starfs míns á kennarafundi í vor.

Ummæli

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista