Alien Attack!!!


Á heimili múttu minnar er kista og á henni eru tveir rauðir púðar hvor ofan á öðrum. Dúlli prins liggur oftast þarna og tekur sig einstaklega vel út svona svartur. Kolfinna er farin að stela staðnum og lá þarna urrandi og var nýbúin að slengja loppinni utan í múttu. Ég fór og settist á hækjur mér fyrir framan hana og ætlaði að klappa henni og tala róandi til hennar þá fleygir hún fram hausnum og reynir að bíta af mér nefið!!!! Hún náði reyndar ekki og ósköp lítil hætta á ferð en samt! Ég sá fyrir mér fjölmörg atriði úr Alien myndunum og er frekar illa við þennan varg þessa stundina.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista