O jæja, Fellaskóli féll úr keppni í kvöld í Nema hvað. Munaði bara 4 stigum. Þetta er samt vel að verki staðið, ég er hæstánægð með hverfismeistara titilinn. Það voru nú spurningar þarna sem ég vissi ekki svarið við. Þetta var í beinni á Rás 2 svo það er örugglega hægt að nálgast þetta á netinu ef einhver hefur áhuga. Ef það heyrist í nöldrandi kerlingu á bak við þá er það ég.

Í staðinn fyrir að fara heim og undibúa kennslu þá ætla ég að festast í heimsókn og glápa á vídeó. Er að kynna krakkana fyrir góðvini mínum Edgar Allan Poe svo það ætti ekki að vera mikill undirbúningur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista