Fara í aðalinnihald
Ég var í bloggleiðangri og fann tvær j-villur. Ég þurfti að hafa mig alla við að kommenta ekki og leiðrétta. Stillt, Ásta, stillt!
Ég var líka að glápa á kassann áðan og þá sagði einhver við einhvern annan: ,,Heimsóttu hann." Ég saup alveg hveljur. Nútíð er alltaf mynduð af nafnhætti! Alltaf!

Ummæli

 1. oooh hvað ég skil þig vel. Við málfarsfasistarnir verðum bara að hugga hver annan...

  SvaraEyða
 2. Þú átt við að boðháttur er alltaf myndaður af nafnhætti er það ekki? Ég vona að þessar j villur hafi ekki verið hjá mér. Ég er nefnilega ekkert of sterkur í stafsetningunni þó ég sé góður í málfræðinni.

  SvaraEyða
 3. Boðhátturinn er vissulega alltaf myndaður af nafnhætti og allar nútíðamyndir sterkra sagna, iðulega með aðstoð i-hljóðvarps í 1.p. fh. Veiku sagnirnar eru meira vesen þótt mér finnist svona í fljótheitum með u-hljóðvarpi í 1.p ft. gildi það sama. Ég nenni ekki að leita allar veikar sagnir uppi samt. Svo ég skal setja fyrirvara við fullyrðinguna að öll nútíð sé alltaf mynduð af nafnhætti.
  Nei, engin j-villa hjá þér og ég man ekki eftir að hafa rekist á stafsetningarvillur hjá þér.

  SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út

Sannleikurinn, slúðrið og ástin.

  Eftir að ég varð “klikkaða kerlingin á Hálsi” þá hef ég tekið kjaftasögum með mun meiri fyrirvara en áður. Ég hef lært að orðatiltækið „sjaldan veldur einn er tveir deila“ er kjaftæði og sannleikann er ekki endilega að finna í miðjunni á sitthvorri hliðinni. Sumir eru fullfærir um að valda og viðhalda deilum alveg einir árum saman og ljúga út í eitt. Ég hef líka fengið staðfest að það virðist mega tala hvernig sem er um konur og miðaldra konur alveg sérstaklega séu mun ómarktækari en aðrar. Þá eiga konur sem veikjast að einbeita sér að veikindum sínum. Ekki eyða orkunni í eitthvað annað. Ekki samt tala um veikindin. Bara halda kjafti. Helst úti í horni. Með þessa reynslu í farteskinu hefur mér fundist erfitt að fylgjast með fréttaflutningi og umræðum um Sólveigu Önnu annars vegar og mál Jóns Baldvins hins vegar. Orðræðan um Sólveigu Önnu hjó mjög nærri; klikkuð og erfið. Þetta er mjög algeng orðræða um konur, sérstaklega þær sem neita að læðast meðfram veggjum. Sólveig Anna benti