Ég var í bloggleiðangri og fann tvær j-villur. Ég þurfti að hafa mig alla við að kommenta ekki og leiðrétta. Stillt, Ásta, stillt!
Ég var líka að glápa á kassann áðan og þá sagði einhver við einhvern annan: ,,Heimsóttu hann." Ég saup alveg hveljur. Nútíð er alltaf mynduð af nafnhætti! Alltaf!

Ummæli

 1. oooh hvað ég skil þig vel. Við málfarsfasistarnir verðum bara að hugga hver annan...

  SvaraEyða
 2. Þú átt við að boðháttur er alltaf myndaður af nafnhætti er það ekki? Ég vona að þessar j villur hafi ekki verið hjá mér. Ég er nefnilega ekkert of sterkur í stafsetningunni þó ég sé góður í málfræðinni.

  SvaraEyða
 3. Boðhátturinn er vissulega alltaf myndaður af nafnhætti og allar nútíðamyndir sterkra sagna, iðulega með aðstoð i-hljóðvarps í 1.p. fh. Veiku sagnirnar eru meira vesen þótt mér finnist svona í fljótheitum með u-hljóðvarpi í 1.p ft. gildi það sama. Ég nenni ekki að leita allar veikar sagnir uppi samt. Svo ég skal setja fyrirvara við fullyrðinguna að öll nútíð sé alltaf mynduð af nafnhætti.
  Nei, engin j-villa hjá þér og ég man ekki eftir að hafa rekist á stafsetningarvillur hjá þér.

  SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista