PS. Varðandi síðustu færslu. Ef það á að stytta framhaldsskólann um helming og færa nám í grunnskólann þá hlýtur stöðugildum í framhaldsskólum að fækka um helming. Eru framhaldsskólakennarar sáttir við það. ,,Takk fyrir starfið síðastliðin X ár. Þurfum ekki lengur á þér að halda. Bæ bæ."
Æviveginn arkar hrund, ellin handan bíður. Langt í hennar lokastund Lofar aldur þýður. Lífið allt hið ljúfast er. Lægðir þó á köflum. Veginn stundum skrattinn sker, skakar illum öflum. Tröllum birginn bauð og hló. Barðist eins og fjárinn. Litlar skeinur skapar þó, skreppa fram þá tárin. Allt í einu skrugguský. Skelfur allt af ótta. Tættur vegur, drulludý. Dregið fyrir flótta. Fellur kona´á fætur sér, finnur kaldan náinn. Undir kufli beinin ber. Blikar nótt á ljáinn. Skekur skelfing líf og sál, skuggar fylla hjarta. Vona’ og drauma brennur bál, beiskum tárum skarta. Móðir óttast, örvingluð. Allar bænir biður: “Leyfðu mér að lifa, guð Ljóstu meinsemd niður.”
Vek athygli á því að þegar styttingin í framhaldsskólum verður að veruleika er stór hluti framhaldsskólakennara um það bil að fara á eftirlaun. Svo ekki er búist við því vandamáli að einhverjir missi vinnuna sína.
SvaraEyðaAftur á móti blasir mjög stórt vandamál við háskólum haustið 2011 þegar tveir árgangar munu hefja háskólanám.
Hvað varðar nýgerðan kjarasamning þá er hann að flestu leyti í samræmi við BHM-samninga aðra en við höfum venjulega miðað okkur við þau stéttarfélög. Helsta nýbreytnin er aukið vægi vinnustaðarsamninga og þar með aukin völd stjórnenda til að semja við sitt fólk. Þessu hefur FG verið sérlega andsnúið, má nefna tiltölulega nýlegt upphlaup formanns KÍ vegna samninga sem kennarar Ísaksskóla gerðu um sín kjör. Þannig að meðan ekki verður stefnubreyting hjá stéttarfélagi grunnskólakennara er útilokað að samningar á borð við okkar (framhaldsskólakennara) takist.
Jæja, mér finnst ágætt að fjöldauppsagnir séu ekki í bígerð, ég hefði alveg trúað Ríkinu til þess. En þar sem stöðugildum fækkar klárlega þá er verið að grisja starfsmöguleika háskólamenntaðra og þá í framhaldi að lækka meðallaun hins almenna launþega.
SvaraEyðaHvað viðkemur afstöðu FG til vinnustaðasamninga þá er ég fullkomlega sammála þeirri afstöðu. Launagreiðendur eru undarlega hrifnir af þessu fyrirkomulagi og launagreiðendur eru aldrei hrifnir af neinu nema því sem þeir græða á. Þó svo að einhverjir græði á þessu þá er ég hrædd um að meirihlutinn tapi.
Eitt af vandamálum framhaldsskólans hefur einmitt verið að nýliðum í kennarastétt hefur fjölgað mjög lítið. Kjarasamningar hafa líka til þess hyglað mjög fyrir lífaldur og starfsreynslu en þetta er eitt af því sem gjörbreyttist núna, sennilega til að fá ungt fólk til að hefja störf. Kúfurinn af félagsmönnum FF er kominn talsvert yfir fimmtugt og veitir ekkert af því að yngja upp í skólunum :) Svoleiðis að segja má að nýgerðir kjarasamningar opni smugur fyrir ungt háskólafólk sem ekki voru til áður. Hugsanlega mun styttingin einnig hafa þetta í för með sér en um það þyrfti að skrifa of langt mál.
SvaraEyðaÉg er ósammála þér um að miðstýrðir kjarasamningar séu hið eina rétta. Ef tekist hefði að brjóta upp bandalag sveitarfélaga nú í síðustu kjarabaráttu grunnskólakennara hefði það e.t.v. dugað til að laga kaup og kjör, a.m.k. hjá einhverjum. Ég geri mér hins vegar ágætlega grein fyrir að um þetta verða menn seint sammála og hef litlar áhyggjur af því, hver hefur sína skoðun.