Kenndu mér

Kenndu mér að kyssa rétt,
og hvernig á að faðma nett,
hvernig á að brosa blítt
og blikka undurþýtt.

Ég sem er svo óreynd enn,
af ástarþrá ég kvelst og brenn.
En tækifærin fæ ég ei
því flestir segja nei.

Vona minna fagra fley
er flotið upp á sker.
Þú veist að gjörvöll gæfa mín
er geymd í hendi þér.

Kenndu mér að kyssa rétt,
og hvernig á að faðma nett.
Þú færð að launum ástarhyl,
það er allt sem ég á til.

Höf: Skafti Sigþórsson.

Ummæli

  1. Loksins tekst mér að kommenta hjá þér:-)
    Textinn er eftir Skafta Sigþórsson en lagið er erlent og ég veit því miður ekki eftir hvern það er.

    SvaraEyða
  2. Takk. Ég var með þetta lag gjörsamlega á heilanum um daginn svo ég ákvað að skella því inn. Fletti því upp á netinu en það vantaði höfundanafnið. Athugaði á tveimur stöðum en það var sama sagan.
    Ég ákvað að leyfa ekki nafnlausar athugasemdir því það eru því miður svo margir sem kunna ekki á frelsið og þurfa að fá útrás með einhverjum skítakommentum og ég hreinlega nenni ekki að standa í svoleiðis. En því miður hefur það í för með sér að fullt af fínu fólki sem er ekki með blogspot getur ekki kommentað.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir