Það er nú bara ekki í lagi með fólk.
Var að fara út af hringtorgi af innri akrein með eifaldri útafakrein þegar maðurinn á ytri akreininni svínar fram fyrir mig. Þegar ég flauta á hann þa´reynir hann fyrst að negla niður og svo þegar ég er komin við hliðina á honum með saklausan ,,hvað ertu að pæla svip" þá steytir hann framan í mig hnefann og er eitthvað að öskra og garga í gegnum rúðurnar. Halló! I'm not the one breaking tke law here! Það veit allt heilvita fólk að innri akreinin á réttinn. Enda fékk hann fuck merki framan í gargandi smettið á sér. Það held ég nú.

Ummæli

 1. Hmm? Ég held að þú ættir að endurskoða þetta hjá þér. Þar sem þú ferð út úr hringtorgi inn á einbreiða akrein, þá á sá réttinn sem er á hægri akrein. Þú átt eingöngu réttinn á að fara út úr hringtorginu gagnvart þeim sem eru á ytri akrein og ætla fram hjá þeirri rein sem þú ætlar út á.

  SvaraEyða
 2. Hmm? Ég held að þú ættir að endurskoða þetta hjá þér. Þar sem þú ferð út úr hringtorgi inn á einbreiða akrein, þá á sá réttinn sem er á hægri akrein. Þú átt eingöngu réttinn á að fara út úr hringtorginu gagnvart þeim sem eru á ytri akrein og ætla fram hjá þeirri rein sem þú ætlar út á.

  SvaraEyða
 3. Ég er alveg til í að endurskoða alla mína afstöðu, sérstaklega ef fram kemur að mér skjátlast. Hins vegar eru merkingar á götunni þarna þannig að innri akreinin, sem ég var á, liggur beint út af hringtorginu en sker fyrir þá ytri, vona að þessi útskýring skiljist. Mér finnst merkingarnar þá mjög villandi ef reyndin er sú að sá á ytri akrein eigi réttinn.

  SvaraEyða
 4. Ef þú þarft að þvera línu eftir að þú kemur út úr hringtorginu, þá átt þú að víkja. Ef hins vegar þú hefur ekki þurft þess, þá átti hinn að víkja. Annars væri gaman að vita á hvaða gatnamótum þetta er, því ég er þaulkunngur í borginni og þekki umferðarlögin og reglurnar mjög vel.

  SvaraEyða
 5. Ég þurfti sem sagt ekki að þvera línuna, hann þurfti þess. Þetta er hringtorgið inn á Skeiðarvoginn. Hjá McDonalds, Mörkinni. Jóni Bakan...

  SvaraEyða
 6. Passar. Þar á sá réttinn sem fer úr innri hring. Ekkert vafaatriði þar á ferð.

  SvaraEyða
 7. vá, ég fékk áfall! Hélt að ég hefði verið að svína fyrir fólk í mörg ár á torginu hjá Þjóðminjasafninu, komandi af innri akrein og ætlandi norður Suðurgötu. Alltaf verið með á tæru að þar ætti innri akrein réttinn á einu akreinina á Suðurgötu.

  Tékkaði síðan á þessu á leiðinni á sinfóníutónleiana áðan, og merkingin sýnir greinilega að innri akreinin á réttinn

  enni þurrkað með feginssvip...

  SvaraEyða
 8. Já, ég fékk einmitt nettan sjokker. Var eiginlega sannfærð um að innri akrein ætti réttinn. Hins vegar hafa hringtorg með svona einfalda útafakrein alltaf truflað mig dálítið. Þess vegna glápi ég á þessar merkingar á götunni.

  SvaraEyða
 9. sem betur fer er maður vakandi fyrir merkingum, úff! Ekki allir samt (skv leiðindagaurinn sem þú lentir í...)

  SvaraEyða
 10. Ég ætla að bæta einu við í lokin. Skoðið hringtorgin í Mosfellsbæ. Þar er tvöfalt út úr þeim sem þrengist niður í eina akrein. Þar á vinstri réttinn út úr torginu, en hægri á réttinn þar sem kemur að þrengingunni. Ég hef margoft lent í því að þar hefur verið svínað á mig af fólki sem er á vinstri akrein í þrengingunni, steitandi hnefann með fokkmerkið á lofti. Einn daginn geri ég mér lítið fyrir og keyri í hliðina á einhverjum dólgnum þar og læt hann sitja uppi með sitt tjón. Það kanski kennir viðkomandi að rifja upp umferðarreglurnar.

  SvaraEyða
 11. Mig langar að þakka þér fyrir að benda á þetta, Hrafnkell, því ég var alls ekki viss. Og ég vil frekar fá svona vinsamlega ábendingu en bíl inn hliðina á mér:)

  SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista