Mig langar í hund. En það er varla hægt að hafa hund í blokk. Svo ég þarf að fá mér annað húsnæði. Ef ég er að flytja á annað borð, ætti ég þá að flytja út á land? Held það vanti alltaf menntaða kennara út á land og svo er húsnæðið ódýrara. Ég þoli heldur ekki umferðina í Reykjavík. Veit ekki alveg. Ég gæti náttúrulega sleppt því að fá mér hund.

Ummæli

  1. Það er alveg hægt að vera með hund í blokk. Í blokkinni minni er einn hundur og tveimur næstu blokkum eru þrír hundar. :)

    SvaraEyða
  2. Ókey:) En þarf maður ekki að fá samþykki frá alla vega öllum í stigagangnum ef ekki öllum í húsinu?

    SvaraEyða
  3. Öllum í stigaganginum. Alla vega var það þannig hér. En ef einhver flytur inn sem ekki vill hund þarf hundurinn sennilega að víkja. :(

    SvaraEyða
  4. Ég hringdi á hundahótelið út af þessum fjögurra mánaða í fréttunum en það var búið að lofa honum:(

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir