Móðir mín hefur miklar áhyggjur af mér og veikindunum. Sérstaklega af því að ég er svona hinum megin á landinu. Ég reyndi að hugga hana með því að húsvörðurinn hefði lykla að íbúðinni og ef ég mætti ekki til vinnu án þess að melda mig veika þá yrði tékkað á mér. Líkið myndi alla vega ekki rotna lengi. Mömmu fannst það lítill léttir. Það er ósköp huggulegt að eiga mömmu sem hefur áhyggjur af manni. Jafnvel þótt ég sé hálffertug.
Annars er það af pestinni að segja að ég er komin með dálitla líflöngun. Mig er farið að langa til að gera eitthvað annað en bara að þjást ekki. Það hlýtur nú að teljast batamerki. Að vísu hef ég verið að sannfæra mig um að hitt og þetta sé batamerki síðastliðna daga en allt kemur fyrir ekki. Einhvern tíma hlýtur þetta nú samt að ganga yfir. Ég trúi ekki öðru. Annars fer ég bara aftur til læknisins. Þeir hljóta nú að geta læknað eina and.. ælupest!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir