þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Kæri ,,öryrki”.
Eins og þú veist þá varstu látinn skila skattaskýrslum síðustu 20 ára. Að vísu er ekki hægt að ætlast til að fólk geymi svona gögn nema í 7 ár mesta lagi en af því að þú ert ,,öryrki” þá hefurðu hvorki úthald né orku til að berjast á móti. Ef þú gerðir það þá kæmirðu upp um það sem okkur grunar: Það er ekkert að þér þótt þér hafi tekist að sannfæra einn eða fleiri lækna um annað. Þú ert bara aumingi sem nennir ekki að vinna.
Ástæðan fyrir þessari aðgerð er sú að starfsfólk okkar er vanhæft og hefur reiknað vitlaust og klúðrað málum árum saman. Það á vissulega að bitna á þér. Þú varst jú svo vitlaus að ,,veikjast” eða ,,lenda í slysi”. Ef þú ert ekki bara að ljúga eins og er langlíklegast. Þess vegna færð þú ekkert útborgað í nóvember og desember. Þú skuldar okkur líka hálfa milljón svo skalt byrja að safna strax. Þú getur selt hjólastólinn/hækjurnar/göngugrindina/önnur hjálpartæki. Það fæst líka gott verð fyrir lyf á götunni. Það hafa allir gott af því að finna til í einhvern tíma. Þ.e.a.s ef það er raunverulega eitthvað að þér.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Tryggingastofnun.

3 ummæli:

  1. Já endilega að básúna óréttlætið, því fleiri því betra !!

    SvaraEyða
  2. Mér finnst ég hafa sagt aðeins of oft undanfarið að velferðarþjóðfélögin séu fín fyrir þá sem eru heilbrigðir. Um leið og syrtir í álinn... syrtir í álinn.

    SvaraEyða
  3. Alveg ótrúlegt það óréttlæti sem viðgengst í þjóðfélagi "hamingjusömustu þjóðar í heimi"!
    Maður heldur að þetta sé "vökumartröð" þegar maður les og heyrir, en því miður er ekki svo...

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...