Það var vettvangsferð hjá mér og litla bekknum mínum í dag. Dagurinn var góður fyrir utan sérstaklega leiðinlega hálftíma. Ætla ekki að eyða meira púðri í hann. Við byrjuðum á Hvalamiðstöðinnni. Ég vissi nú ekki við hverju við áttum að búast en þarna eru beinagrindur og miklar upplýsingar um hvali. Virkilega skemmtilegt og fróðlegt. Hvalir voru fyrst landdýr sem færðu sig svo út í sjó. Did you know? Ég spurði eins og fáráður hvort þeir væru eitthvað skyldir risaeðlunum en svo er ekki. Þær voru nefnilega með kalt blóð. Ég vissi það ekki. Maðurinn a safninu vissi hins vegar allt, bókstaflega allt um hvali. Ég keypti hvalabol. Ég er orðinn aðdáandi.
Svo fórum við í Safnahúsið. Það er fjölbreyttari sýning. Lýsir dýra-, plöntu- og mannlífi á Húsavík undanfarin árhundruð. Það var líka skemmtilegt en börnin voru farin að ókyrrast dálítið þegar leið á. Verst að maður þurfi alltaf að taka krakkana með í þessar vettvangsferðir:) Við slúttuðum á Sölku og fengum okkur pizzu. það var ósköp ljúft. Ég hef það eftir krökkunum, og ég veit nú ekki hversu mikið þau vita um þetta, að Salka sé ekki djammstaður bæjarins heldur Gamli baukur. Þarf að athuga það.
Indælis dagur. (Fyrir utan hálftímann.)
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli