föstudagur, desember 09, 2005

Ég er að fara að syngja með öðrum kirkjukór á eftir á aðventukvöldi. Kórstjórinn spurði um daginn hvort ég vildi einkatíma. Veit ekki alveg hvort ég á að móðgast! Held samt að þetta séu bara elskulegheit. Svo ég ætla að þiggja kennsluna. Mér finnst nebbla merkilega gaman að syngja.
Kórinn stendur fyrir kirkjukaffinu líka svo ég er búin að baka mikla hnallþóru. Hún virðist hafa tekist ágætlega. Ég hef miklar áhyggjur af þessu kökumáli. Góð kaka getur landað hjónabandi og vond kaka getur eyðilagt alla sénsa!! Jeddúdamía.

2 ummæli:

  1. gott hjá þér, örugglega ekki átt að vera móðgun. Var einmitt að segja einum hjá mér að fara í tíma til að breytast úr góðum kórsöngvara í toppkórsöngvara...

    SvaraEyða
  2. Ég var eiginlega alveg viss um að það væri sama ástæðan hjá mínum kórstjóra:)

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...