Barkvöldið í gær var bara ágætlega skemmtilegt. Þar sem ég er tiltölulega nýkomin þá þekki ég ekki alveg allar ættir og tengsl né höfuðból svo sumar sögurnar fóru dálítið fram hjá mér. Verst var samt að maðurinn mætti ekki. Og fáir piparsveinar. Einn af fáum piparsveinum sem mættu reyndist m.a.s. genginn út. Hins vegar held ég að koma mín og karlmannsleit fari nú að berast um sveitir. Fólk var svona að skjóta saman nefjum og spá í hver ég væri. Og spyrja þau sem mig þekkja. Svo fór náttúrulega ekki fram hjá neinum þegar gifti maðurinn bauð mér upp og bað hljómsveitina um að spila Love me tender. Fyrir okkur. Ég vil ekkert eiga við gifta menn, það síðasta sem mig vantar í lifið er brjáluð eiginkona með haglara á hælana! Sem betur fer er enginn alvara á bak við þetta hjá honum. Hann er bara einn af þessum mönnum sem sinnir þeirri skyldu að dansa við allar konur og reyna við þær. Hann meinar ekkert með því og allir vita það. En fólk var alla vega að forvitnast aðeins um mig og samstarfsfólk mitt var mjög ötult að koma því á framfæri að mig vantaði mann svo núna ætti þetta að vera komið til skila.

Ummæli

  1. Dæmigert að góðu daðrararnir séu uppteknir. Var ekki einhvern tímann verið að líkja karlmönnum við bílastæði? Annað hvort uppteknir eða fatlaðir. Og er þá væntanlega hægt að tala um andlega fatlaða gaura sem kunna ekki að daðra við fagrar konur...

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir