mánudagur, janúar 09, 2006

Eiginmannsleitin ógurlega bar á góma einu sinni sem oftar á kennarastofunni i dag. Sérstaklega þar sem ,,ekkert gekk" á barkvöldinu. Svo var bent á einhvern mann en ákveðnar áhyggjur viðraðar af því að hann væri kannski of gamall. Ég sagðist nú ekki setja svoleiðis smáatriði fyrir mig og sagði þeim tvær fyrstu línurnar i einkamálaauglýsingunni sem ég er að semja en hef ekki komist lengra með. Stuttu seinna var samkennari minn búinn að botna þetta fyrir mig. Svo nú er komið:
Baða' og skeina kona kann,
kjörin fyrir gamlan mann.
Klár og hress í hverri raun
Kennari með súperlaun.

Kemur upp úr dúrnum að hún (kennarinn sem botnaði) er formaður kvæðamannafélagsins í sveitinni svo við fórum að ræða um ljóð og ljóðagerð og ég sýndi henni ýmislegt sem ég hef verið að brasa. Ekki nóg með að hún byðist til að lesa yfir fyrir mig og hjálpa mér með hrynjandina heldur bauð hún mér líka inngöngu í félagið!

3 ummæli:

  1. Og eru eihverjir batsjelorar í þeim félagsskap?

    SvaraEyða
  2. Nei, mér skilst ekki. En ég hef nú gott af því að hugsa um eitthvað annað til tilbreytingar:)

    SvaraEyða
  3. Og svo er alltaf gott að víkka tengslanetið - maður þekkir mann sem þekkir einhleypan mann...

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...