Það var yndislegt veður i dag svo ég dreif mig út að ganga þótt ég nennti því ekki. Ég a gönguvinkonu sem er hæggeng eins og ég og þekkir svæðið eins og lófann a sér. Það er sem sagt fullt, fullt af gönguleiðum hérna sem ég hafði ekki hugmynd um. En hún var því miður veik í dag svo ég tölti þetta bara ein. Gat þá farið stutt þar sem ég nennti þessu ekki:) En það er óskaplega gott að viðra sig. Ég var komin með snert af innilokunarkennd fyrir jólin þegar ég komst ekkert út vegna ófærðar og halku. Ófærðar og hálku a einu gönguleiðinni sem ég þekkti þá. En það þýðir ekkert að gráta það núna. Þetta reddaðist um leið og ég bar mig eftir hjálpinni.
Það er partý a lóðinni og mér ekki boðið. Ég er alvarlega að íhuga að verða gróflega móðguð.
laugardagur, janúar 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli