Já, það er dottin í mig einhver bloggleti. Kannski vegna þessarar hægu nettengingar en annars er bara allt meinhægt og lítið að gerast.
Hér kom ljúfur vorforboði með 10 stiga hita og yndislegu veðri. Litli bekkurinn minn hafði mig út en ég stóðst þrýsting frá krökkunum í skólanum og er ógurlega stolt af sjálfri mér:) Mig vantar reyndar bráðnauðsynlegt kennslutæki á meðferðarheimilið. Það er nefnilega ekki til neinn fótbolti þar. Þetta stendur okkur stórkostlega fyrir þrifum og við erum bara alltaf úti í fjósi. Það er að vísu ekkert leiðinlegt, fullt af nýjum og sætum kálfum.
Það imprað nett a því um daginn að það væri komið að mér að halda boð á torfunni. Við sem búum hér a skólalóðinni erum reglulega í mat og kaffi hjá hvert öðru. Ég vissi alveg að það væri komið að mér svo nú er ég að reyna að gera partýhæft. Veit samt ekki alveg hvort ég á að hafa mat eða kaffi.
Ó, og nú veit maðurinn að ég er skotin í honum.

Ummæli

  1. Ég held hann sé að pakka niður föggum sínum og flýja úr héraðinu:)

    SvaraEyða
  2. Óttalegur kjáni getur maðurinn verið!

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista