Vorið

Héðan er allt gott að frétta. Allt í einu voraði í Aðaldal. Svo ég og flestallir aðrir eru búin að umfelga. Flugurnar eru byrjaðar að herja á og verulega dónalegar kóngulær hætta sér inn á bað. Það er síðasti viðkomustaður þeirra á jarðríki.
10. bekkur er í samræmdu og tók enskuprófið í gær. Mér fannst það ágætt og tiltölulega sanngjarnt. Skólinn er bara alveg að verða búinn. Ég er svona að velta því fyrir mér að fá mér sumarvinnu hérna. Braveheart er jú hérna:)

Ummæli

  1. áfram Braveheart - og Ásta!

    Promising að maður sé ekki að frétta neitt af þessu...

    SvaraEyða
  2. Mér finnst nú dálítið frekt af þér að halda honum svona bara fyrir þig. Fáum við ekki einu sinni smá lýsingu? Hverra manna, hvað gerir, hverjir er aðalkostirnir...?

    SvaraEyða
  3. Nú er þetta farið að verða virkilega spennandi.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir