Nýverið vorum við skötuhjú að ræða saman um leyndarmál og persónufrelsi í samböndum. Sagði ég honum þá eftirfarandi sögu:
Fyrir nokkrum árum kom upp svipuð umræða á þáverandi vinnustað mínum. Mig minnir að einhver kona hafi farið í gegnum hirslur spúsa síns og fundið eitthvað sem henni líkaði ekki. Vinnufélaga mínum fannst þetta bara gott á hana, hún ætti engan rétt á að fara í gegnum dótið hans. Mér hins vegar fannst þetta fullkomlega eðlilegt. Vinnufelaginn sagði þá að í hans sambandi gæti hann ef hann vildi verið með lokaðan og læstan kistil og konan hans myndi virða það fullkomlega. Ég svaraði því til að ef hann væri maðurinn minn þá myndi þessi kistill hans vera læstur jafn lengi og það tæki mig að finna kúbein.
Í gær átti ég afmæli. Ástmaður minn gaf mér forláta kúbein.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
He he he, GÓÐUR!
SvaraEyðaAnnars er gott að þú skulir a.m.k. fá eitthvað annað en sektarboð þessa dagana. ;)
mikið ári líst mér vel á þennan mann, sem þú ert búin að finna :-D
SvaraEyðaHann er sem sagt með húmor OG sammála þér. Mjög fínt.
SvaraEyðaTil hamingju með afmælið.
til hamingju með afmælið og ástmanninn!
SvaraEyðaJá falleg og sterk skilaboð.
SvaraEyðaSíðan er alltaf gott að eiga eitt kúbein í skápnum.