Sektarboð

Fór í kaupstaðarferð í dag og kippti hel... djö... sektarboðinu með. Það er stílað á Sýslumanninn á Blönduósi svo mig grunar að það bæjarfélag sé að hirða peninginn. Kaffifélagarnir héldu að það hirti alla vega hluta. Já, ég er að vinna í sumarfríinu. Kennaralaunin eru svo há:)
Mér var að mestu runnin reiðin þegar ég fór heim á sunnudaginn og tók þá ákvörðun að keyra á löglegum hraða alla leiðina. Ég þurfti reyndar að vera með annað augað á mælinum alla leiðina og vera meðvituð svo ég gat ekki sungið og trallað með tónlistinni og notið landslagsins. En niðurstaðan er þessi: Það munar sáralitlu í tíma að keyra á löglegum hraða en það munar hins vegar heilum hellingi í bensíneyðslu. Ég komst á tanknum heim og átti afgang. Ef þetta er ekki til að æra óstöðugan þá veit ég ekki hvað...:)

Ummæli

  1. cruise control er málið, maður er ekkert að þvælast á bensíngjöfinni, bensínfótur í hvíld frá því maður stillir á 98 (eða svo)

    omg hvað við eigum eftir að þurfa að kaupa dýran bíl þegar okkar gefur upp öndina. Cruise control. Loftkæling. Topplúga. Fjólublá fótaljós. Diskóljós (ókei, við slökktum á þeim)

    SvaraEyða
  2. Kaffifélagarnir hafa rangt fyrir sér. Þeir eru greinilega ekki nógu vel upplýstir.

    Allar sektir lögreglu vegna umferðarlagabrota renna í ríkissjóð. Punktur. Þetta kemur fram í lögum, svörum ráðherra vegna fyrirspurna á Alþingi og víðar.

    SvaraEyða
  3. Ég var einmitt að spá í cruise control. En þarf maður ekki að stíga á bensíngjöfina? Maður hægir á sér með því að slaka á bensíninu!

    SvaraEyða
  4. Nei þú þarft ekki að stíga á bensíngjöfina. Þú stillir bílin á ákvein hraða og bílinn heldur sig á honum. Þegar þú stígur á bensíngjöf eða bremsu þá dettur cruise út.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir