Sjálfstæðismenn eru búnir að átta sig á því að það er alveg sama hvað þeir gera, ef þeir bara sitja sem fastast þá gengur fárviðrið yfir.
Þorsteinn Davíðsson situr sem fastast í dómarasæti sem annað fólk var mun hæfara í. Árni M. Mathiesen situr sem fastast í ráðherrastól þrátt fyrir að hafa veitt honum embættið út á ekkert nema ættartengslin. Það er enginn rökstuðningur fyrir þessari embættisveitingu annar og ef óskað er eftir öðrum ástæðum þá ræðst hann bara að viðkomandi með dylgjum og dónaskap. Sbr. umsagnarnefndin og Umboðsmaður Alþingis.Villi Vill situr sem fastast í borgarstjórn þrátt fyrir algjört klúður í REI málinu og ætlar sér klárlega aftur í borgarstjórastólinn. Davíð Oddson situr sem fastast í Seðlabankanum og hækkar stýrivexti upp í hið óendanlega þótt hver sérfræðingurinn á fætur öðrum komi fram á sjónarsviðið og fullyrði að þetta sé úr sér gengið stjórntæki.
Og íslenska þjóðin yppir bara öxlum og heldur áfram að borga vexti.
Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
...og hann situr sem fastast líka...
SvaraEyða