Það er búið að fara alveg ótrúlega í taugarnar á mér hvað kvenfólkið gerir nákvæmlega ekkert í þessum þáttum nema vera sætar. Svo small í þáttaröð 3 (þetta gengur mjög hratt fyrir sig) og þá allt í einu var komin jafnréttisvakning. Fallon farin að vinna og Alexis tekin við Colbyco. Krystle hins vegar gerir ekkert nema að væla. Pirrar mig mikið. Það má náttúrulega spyrja af hverju ég er að horfa á þetta:) En allt í einu eru þættirnir bara búnir!
Alla vega. Linda Evans sem lék krystle var afskaplega hugguleg kona, þrátt fyrir sívælusvipinn.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiPxOul9MCikBt-1JnjJbsWn6I1QLMhpP2v-b-rpJbFChPBqca9C6M36npz8jUj4d6z3_fe89YJ01opZAAi7-9AW1Der9uuHob4Rg8wRCxZ9tt0iHPbLgqk5DkgOQlZp7bL4_F58g/s320/9283_Evans-Linda.jpg)
En svo fór hún að eldast. Og omg hvað sumir þola það ekki!
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEj0SrrJjQ0vxfOZ8peZ0IPC4Q-hnRotNy51LgseyD6U4aGmiOh3_5RPEO1mgj-3b3l2rJ4CEwcR4VFFfYObgRiQ_hS9xEP4SwhEmuBD-TRC7kV30t19yyhVjsXCrFrmqIXhqqX-eg/s320/LindaEvans.jpg)
Jæks!
SvaraEyðaÞað ætti hreinlega að banna það með lögum að fólk (aðallega konur, en jafn glatað á körlum) setji eitthvað drasl í varirnar á sér. Það er aldrei fallegt. Aldrei.
SvaraEyða