miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Dynasty

Eftir að hafa velt málinu fyrir mér ákvað ég að vera í sumarfríi í sumar. Ég spurðist fyrir um sumarafleysingar á elliheimilinu. En nú er ég orðin vön því að ráða mér sjálf í vinnu og tilhugsunin um að vera undir hælnum á öðru fólki var bara einhvern veginn... Ekki freistandi. Þegar ég ræddi þetta við minn heittelskaða brosti hann og spurði hvort ég vildi ekki bara vera fjósakona hjá honum í sumar. Svo það varð úr. En þar sem ég fer yfirleitt í kvöldmjaltirnar (þegar ég fer) þá á ég frí á morgnana. Einn morguninn uppgötvaði ég að Skjár 1 var að endursýna Dynasty og datt ég svona nett inn í það.
Það er búið að fara alveg ótrúlega í taugarnar á mér hvað kvenfólkið gerir nákvæmlega ekkert í þessum þáttum nema vera sætar. Svo small í þáttaröð 3 (þetta gengur mjög hratt fyrir sig) og þá allt í einu var komin jafnréttisvakning. Fallon farin að vinna og Alexis tekin við Colbyco. Krystle hins vegar gerir ekkert nema að væla. Pirrar mig mikið. Það má náttúrulega spyrja af hverju ég er að horfa á þetta:) En allt í einu eru þættirnir bara búnir!
Alla vega. Linda Evans sem lék krystle var afskaplega hugguleg kona, þrátt fyrir sívælusvipinn.

En svo fór hún að eldast. Og omg hvað sumir þola það ekki!

2 ummæli:

  1. Það ætti hreinlega að banna það með lögum að fólk (aðallega konur, en jafn glatað á körlum) setji eitthvað drasl í varirnar á sér. Það er aldrei fallegt. Aldrei.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...