fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Eftirlaunafrumvarpið

Ég var að lesa Fréttablaðið síðan á laugardag, forsíðuna.

Í fyrsta lagi. 
Er Davíð Oddsson búinn að vera á fullum eftirlaunum undanfarin ár jafnframt því að vera á fullum launum sem Seðlabankastjóri? Fékk hann kannski biðlaun líka?

Í öðru lagi.
Sigurði Kára Kristjánssyni finnst breytingarnar á eftirlaunafrumvarpinu ganga alveg nógu langt. Svo klikkir hann út: ,,Ég er síðan alltaf reiðubúinn að ræða það hvort færa eigi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna nær því sem gerist á almennum markaði."

Já, sniðugur er hann. Ef þið eruð eitthvað að rífa ykkur þá sviptum við stóran hluta launþega réttindum. Hvað er þetta annað en hrein og klár hótun? Því hann ætlar alveg örugglega ekki að færa laun opinberra starfsmanna til samræmis því sem gerist á almennum markaði. Ætli það..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...