miðvikudagur, desember 10, 2008

Ekki keyra

Fyrir stuttu fór Braveheart í smáaðgerð á nefi. (Nefbrotnaði fyrir mörgum árum og þurfti að laga miðnesið.) Hann fékk bækling með ýmsum ráðleggingum. M.a. stóð þar: ,,Þú skalt hvorki keyra bíl né taka mikilvægar ákvarðanir sama dag og þú hefur farið í svæfingu."
Þetta er góð ráðlegging sem Íslendingar ættu að taka til greina í ESB-umræðunni. Það er eitthvert panikk í gangi og það á bara að æða í Evrópusambandið. Þetta er ekki rétti tíminn til að taka svona stóra ákvörðun. Þjóðin þarf aðeins að ná andanum fyrst.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...