The salt water incident


Litli gutti er með kvef. Eitt kvöldið erum við að fara að sofa og hann er ósköp sáttur og værðarlegur, búinn að súpa og fá hreina bleyju. Nema hvað það snörlar svolítið í nefinu á honum svo ég ákveð að gefa honum saltvatnspúst í nebbann fyrir nóttina. Hann er ekkert ánægður með það en lætur sig hafa það. Svo byrjar að losna um í nebbanum og það kemur snúss út þegar hann andar út en sogast svo inn aftur. Ég reyni að grípa en næ því ekki svo það endar með að ég gríp um nefið þegar hann andar út og næ því þannig. Nema hvað að litli maðurinn er ekki ánægður með svona trakteringar og verður alveg trítil. Orgar og er sármóðgaður lengi á eftir. 
Núna þegar ég reyni að setja saltvatn í nebbann þá rykkir hann sér öllum til og frá. Svo ég er bara í því að sprauta saltvatni í augun á honum.
Ef barnaverndarnefnd á ekki eftir að koma og taka af mér barnið þá veit ég ekki hvað.

Ummæli

  1. haha, ég hef svipaðar sögur að segja af svona tilraunum. Urðu alltaf bara til þess að börnin orguðu hálfu meira og auðvitað varð þá bara til endalaust hor... :D

    SvaraEyða
  2. smá "ömmuráð" taktu 1 lauk, hakkaðu hann smátt, settu hann í litla skál eða disk og svo við hlíðina á rúmið á þeim kvefaða. þetta hreinsar vel út nefið og léttir öndunina.

    SvaraEyða
  3. Oh, greinilega mjög gáfað barn.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir