þriðjudagur, apríl 24, 2012

Ég hlæ og ég hlæ....

Við erum auðvitað komin ofan í vinstri-hægri skotgrafirnar og erum búin að vera lengi lengi þannig að eflaust þýðir ekkert að tala um þetta. Ég er vinstrisinnuð og þ.a.l. ómarktæk skv. hægrifólki.
Það er samt eitt sem mig langar til að segja.
Fyrir tæpum fjórum árum varð efnahagshrun á Íslandi. Þjóðargjaldþrot blasti við. Það eru mjög margir búnir að eiga mjög erfitt síðan og í rauninni ekki útséð hvernig þetta fer.
Það ber enginn ábyrgð á þessu. Það eru allir saklausir. ,,Nei, ég gerði ekkert rangt. Það var einhver annar." Það hafna allir ábyrgð.
Það sem ég myndi vilja sjá er þetta:
,,Allt í lagi. Ég sé það núna að eflaust hefði verið betra að gera eitthvað öðruvísi en á þessum tímapunkti hélt ég að ég væri að gera rétt. Verði ég fundin/n sek/ur fyrir mistök í starfi mun ég axla þá ábyrgð og bið þjóðina jafnframt afsökunar á mistökum mínum. Þá langar mig nú samt til að biðja fólk að muna að það er auðvelt að vera vitur eftir á."
Ég er að bíða eftir einhverju svona.
Já, ég veit. Ég má bíða lengi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...