Það hljóp ég á mig. Mér skildist að skv. 50. gr. Vegalaga þá væri lausaganga búfjár á vegstæðum bönnuð. Því er ekki að heilsa. Lausaöngubann á vegstæðum byggist algjörlega á Búfjársamþykkt viðkomandi sveitarfélags.
Viðmælandi minn hjá Bændasamtökunum sagði mér í dag að verði slys og dómarar sjá að það sé lausagöngubann í sveitarfélaginu þá er búfjárhaldari með tapað mál. Algjörlega án tillits til allra aðstæðna. T.d. bíll fór út af og rauf girðinguna og þá sluppu hrossin út og urðu fyrir bíl. Þá þarf búfjárhaldari að bæta allt tjón á bílnum (Gef mér að það verði ekki slys á fólki því mér er illa við allt svoleiðis.) og situr uppi með tjón á gripunum.
Það sem ég þarf núna að vita er eftirfarandi:
Ef bóndinn er með (sic.) búfjártryggingu en girðing heldur ekki einhverra hluta vegna, fellur hún þá úr gildi?
Ef við skellum á lausagöngubanni stórgripa í sveitarfélaginu, kvíga sleppur út á götu, fellur tryggingin þá úr gildi af því það vantaði ristarhlið á heimreiðina?
Veit þetta einhver?
Viðmælandi minn hjá Bændasamtökunum sagði mér í dag að verði slys og dómarar sjá að það sé lausagöngubann í sveitarfélaginu þá er búfjárhaldari með tapað mál. Algjörlega án tillits til allra aðstæðna. T.d. bíll fór út af og rauf girðinguna og þá sluppu hrossin út og urðu fyrir bíl. Þá þarf búfjárhaldari að bæta allt tjón á bílnum (Gef mér að það verði ekki slys á fólki því mér er illa við allt svoleiðis.) og situr uppi með tjón á gripunum.
Það sem ég þarf núna að vita er eftirfarandi:
Ef bóndinn er með (sic.) búfjártryggingu en girðing heldur ekki einhverra hluta vegna, fellur hún þá úr gildi?
Ef við skellum á lausagöngubanni stórgripa í sveitarfélaginu, kvíga sleppur út á götu, fellur tryggingin þá úr gildi af því það vantaði ristarhlið á heimreiðina?
Veit þetta einhver?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli