Löglegt en hversu siðlegt?

Á haustdögum 2010 var eignarhaldsfélagið Atvinnuefling Þingeyjarsveitar ehf. stofnað:

,,Sveitarstjórn samþykkir að stofna einkahlutafélag sem hafi það að markmiði að efla og styrkja atvinnustarfsemi og búsetu í Þingeyjarsveit og nágrenni. Það fari með eignarhluti Þingeyjarsveitar í hinum ýmsu félögum sem stofnuð hafa verið í þeim tilgangi."

Var eignarhaldsfélagið stofnað, sveitarstjóri, oddviti og varaoddviti sett í stjórn og svo seldi Þingeyjarsveit Atvinnueflingu Þingeyjarsveitar ehf. fyrirtækin sín. Og já, ég samþykkti þetta allt saman og er sekari en syndin þegar kemur að stofnun þessa fyrirtækis.
Nýverið ákvað Atvinnuefling Þingeyjarsveitar ehf. að leggja til örlítinn part í fyrirtækið Aurora Observatory sem er sjálfseignarfélag. Það getur vel verið að Aurora Observatory sé ægilega fínt fyrirtæki sem á eftir að gera fullt af góðum hlutum enda er það ekki það sem truflar mig.
Það sem truflar mig er að stjórn Atvinnueflingar (fulltrúar meirihlutans) geti ákveðið algjörlega einhliða að setja fé sveitarfélagsins í fyrirtæki án þess að það sé rætt við eða borið undir sveitarstjórn og minnihlutinn fær ekkert tækifæri til athugasemda. Þá getur sveitarstjórn borið það fyrir sig að fyrirtækið sem hún leggur fé til og á fulltrúa í stjórn sé sjálfseignarfélag og þurfi þ.a.l. ekki að hlíta innkaupareglum Þingeyjarsveitar.
Nú má vera að það hafi ekki verið lögð há upphæð í Kárhólsævintýrið og má alveg líta í gegnum fingur með það. Hins vegar finnst mér þetta fyrirkomulag bjóða hættunni heim og því þarf að breyta sem fyrst.Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista