Fiffaða kosningaloforðið

Jæja, þar kom það loksins formlega, Samstaða viðurkennir það sem flest okkar hafa vitað lengi að kosningaloforðið hennar um íbúakosningu í hluta sveitarfélagsins er ólöglegt. Það er ágætt. Ég verð samt að segja, gott fólk, að mér finnst það alveg með ólíkindum að fólk sem er með samanlagða um 36 ára reynslu af sveitarstjórnarstörfum skuli ekki fletta þessu upp eða tala við lögfræðing áður en loforðið er sett fram. Það hefðu verið mun vandaðri vinnubrögð. Það tók mig alveg heilar 5 mínútur að komast að þessu.
Það eina sem er samt vont við þennan ólöglega gjörning, að mati oddvitans, er að hann gæti verið kærður og þess vegna á bara að vera skoðanakönnun. Whatever keeps you within the law, dear.

Skoðanakönnunin á að ná til allra kjörgengra íbúa en:
Gengið er út frá því að þrátt fyrir að könnunin nái til allra kjörgengra íbúa sveitarfélagsins þá verði skilgreint hvert viðhorfið er á skólasvæði Þingeyjarskóla eins og stefnt var að með íbúakosningunni. Það var alltaf megin markmið að leita eftir sjónarmiðum íbúa á skólasvæði Þingeyjarskóla og verður það gert með þessum hætti.
Þannig að þrátt fyrir að lögfræðingurinn segi:
Mér þykir við hæfi að minna á að ákvarðanir um breytingar á skólahaldi snúa ekki eingöngu að hagsmunum nemenda og foreldra þeirra, auk hagsmuna starfsfólks skólanna og t.d. verktaka sem sinna skólaakstri. Þessi mál snúast að jafnaði líka um fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins og þar með allra íbúa þess. (Feitletrun mín.)
 Þá eru skoðanir íbúa á skólasvæði Þingeyjarskóla veigameiri en annarra útsvarsgreiðenda. Hvort sem þessir íbúar eiga börn í skóla eður ei.
Til hvers á þá eiginlega að tala við okkur hin, mér er spurn? Bara til að þykjast?

Mér þykir vænt um að Þingeyjarsveit sé búin að taka Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands aftur í sátt þrátt fyrir að hafa keypt af henni skýrslu hér um árið sem var ekki skeinipappírsins virði. Þá þykir mér dálítið broslegt að Félagsvísindastofnun sé núna að gera skoðanakönnunina sem var afþökkuð 2009 (eða 2010).

Þetta verður síðasti pistill minn um sveitarstjórnarmál í Þingeyjarsveit að sinni. Ég er alveg búin að missa áhugann á þessu.





Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir