fimmtudagur, nóvember 27, 2014

Barátta kynjanna



Mér leiðist þessi auglýsing. Ég hef ekki almennilega áttað mig á hvað það er en held ég hafi áttað mig á því í gær.  Þá lásum við þennan kafla í Sölku Völku:




Núna erum við strangt til tekið ekki að tala um kynjabaráttuna sem slíka, þ.e. að konur verði metnar til jafns við karla á samfélagslegum vettvangi. Nei, það er þessi barátta innan sambanda, þessi hugmynd að ástarsambönd séu valdabarátta. Stöðug samkeppni um að vera klárari og fullkomnari. Að láta ekki hanka sig. T.d. á því að hafa gleymt að borga barnfóstrunni.
Við tölum iðulega um ástina á þessum nótum; að hún sé e.k. eltingarleikur, að annar aðilinn sé sigraður o.s.frv. Þá virðumst við alveg sannfærð um að annar aðilinn hljóti að vera ,,ráðandi" í sambandinu. Það er t.d. mjög niðurlægjandi fyrir karlmann ef konan er álitin ráðandi aðilinn.
Hins vegar finnst mér þetta mjög leiðinleg orðræða. Þetta er ekki mín upplifun af ástinni og vonandi sem fæstra. Auðvitað er til fólk sem hefur gaman að dramatík og ef það vill hafa hana inni á gafli heima hjá sér alltaf þá er það allt í lagi mín vegna.
Ég hins vegar lít á heimili mitt sem griðastað þar sem mér og mínum líður vel. Og ástin nærir mig og veitir mér vellíðan en ekki vansæld.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...