Fara í aðalinnihald

Raunveruleikinn og túlkun hans

Sannleikurinn er afstæður og raunveruleikinn túlkunaratriði. Þessi eini, heilagi og óbreytanlegi sannleikur er ekki til. Það sökkar, ég veit. 
Miðað við greinaskrif og staðbundnar fréttir þá hefði mátt ætla að Reykdælingar væru um það bil að fara á dýnurnar vegna skólamála. Nema hvað, í gær gerðist tvennt;
Birt var niðurstaða úr könnun Félagsvísindastofnunar og boðuð var samstöðustaða við Kjarna.

Staðarmiðill Reykdælinga slær upp í fyrirsögn að 72% íbúa vilji að Þingeyjarskóli verði í einni starfsstöð. Þetta er skemmtilegt vegna þess að ,,sumir" vildu helst ekki að íbúar á skólasvæði Stórutjarnaskóla tækju þátt í könnuninni, þeim kæmi þetta almennt og yfirleitt ekkert við. Hins vegar draga þeir íbúar þessa tölu niður. Ef aðeins er skoðað skólasvæði Þingeyjarskóla, mikilvægari skoðanirnar, þá kemur í ljós að 79% vilja sameiningu.

Í gær var líka boðaður samstöðufundur. Mjög virðingarvert framtak sem beinir athyglinni þangað sem
hún á heima, fólkinu sem raunverulega ræður.
Hins vegar heyrist ekkert frá fundinum. Þögnin er ærandi. Með rökleiðslu a la Ari Teits* get ég ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að illa hafi verið mætt.

Þetta leiðir mig að ákveðinni niðurstöðu:
Auðvitað átta Reykdælingar sig á því að það er líklegt að skólinn fari frá Laugum. Það var nú alveg búið að ræða fyrirfram ákvarðanir og baktjaldamakk fyrir skoðanakönnun. Samt er svona mikill meirihluti fyrir sameiningu.** Enda er það eina skynsama niðurstaðan og sú sem er fyrst og fremst best fyrir nemendurna. 
Að mér læðist sá lúmski grunur að hinir háværu mótmælendur tali ekki fyrir meirihluta Reykdælinga.

Þetta er ágæt niðurstaða að öðru leyti. En á í alvöru að leyfa rekstrinum að vera óbreyttum í allan vetur? Á ekkert að taka á þessum lausatökum í fjármálunum?

Update 12:51.
Staðarmiðillinn segir að 50 manns hafi mætt.  Ég er nú bara ánægð með Reykdælingana.


*Sem er vond rökleiðsla. Ég bara stenst ekki mátið.
**Jafnvel þótt allir Aðaldælingar hafi sagt já og allir Reykdælingar nei þá væri hlutfallið ekki svona hátt. Enda skiptir það engu. Við erum öll í sama liðinu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út

Sannleikurinn, slúðrið og ástin.

  Eftir að ég varð “klikkaða kerlingin á Hálsi” þá hef ég tekið kjaftasögum með mun meiri fyrirvara en áður. Ég hef lært að orðatiltækið „sjaldan veldur einn er tveir deila“ er kjaftæði og sannleikann er ekki endilega að finna í miðjunni á sitthvorri hliðinni. Sumir eru fullfærir um að valda og viðhalda deilum alveg einir árum saman og ljúga út í eitt. Ég hef líka fengið staðfest að það virðist mega tala hvernig sem er um konur og miðaldra konur alveg sérstaklega séu mun ómarktækari en aðrar. Þá eiga konur sem veikjast að einbeita sér að veikindum sínum. Ekki eyða orkunni í eitthvað annað. Ekki samt tala um veikindin. Bara halda kjafti. Helst úti í horni. Með þessa reynslu í farteskinu hefur mér fundist erfitt að fylgjast með fréttaflutningi og umræðum um Sólveigu Önnu annars vegar og mál Jóns Baldvins hins vegar. Orðræðan um Sólveigu Önnu hjó mjög nærri; klikkuð og erfið. Þetta er mjög algeng orðræða um konur, sérstaklega þær sem neita að læðast meðfram veggjum. Sólveig Anna benti