Af því að ég var upptekin við annað í gær þá ákvað ég að nota tækisfærið og heyra í tveimur lögfræðingum. Ég setti þá inn í forsögu málsins og las svo þennan kafla úr bréfi oddvitans fyrir þá:
Ég verð að endurtaka að það að setja fram kosningaloforð án þess að kynna sér lögmæti þess er alveg með ólíkindum. Ekki mjög traustvekjandi. Samstöðu varð líka kunnugt um efasemdir um lögmætið strax í kosningabaráttunni:
Í tilefni af væntanlegri skoðanakönnun hef ég nokkrar spurningar vegna misvægis skoðana eftir búsetu innan sveitarfélagsins:
Þetta getur að sjálfsögðu verið á hinn veginn; meirihluti fyrir sameiningu en samanlagður meirihluti fyrir óbreyttu ástandi.
Þá langar mig að spyrja um ljósleiðarann. Í títtnefndu bréfi oddvitans segir:
Gengið er út frá því að þrátt fyrir að könnunin nái til allra kjörgengra íbúa sveitarfélagsins þá verði skilgreint hvert viðhorfið er á skólasvæði Þingeyjarskóla eins og stefnt var að með íbúakosningunni. Það var alltaf megin markmið að leita eftir sjónarmiðum íbúa á skólasvæði Þingeyjarskóla og verður það gert með þessum hætti.Ég talaði við þá í sitthvoru lagi en fyrstu viðbrögð beggja voru stutt þögn og svo: ,,Jáhá." Þeir voru sammála um að þetta bryti svo sem ekki í bága við neinn lagabókstaf en væri á pólitískt gráu svæði. Annar komst svo skemmtilega að orði: ,,Þessi túlkun ber vott um talsverða hugmyndaauðgi hjá meirihlutanum." Hinn benti mér á að það væri hægt og vel þess virði að senda kvörtun til innanríkisráðuneytisins. Þar sem ég er mjög upptekin við að hugsa ekki um þetta þá nenni ég varla að standa í því. En ef einhver annar/önnur hefur áhuga þá er þessi möguleiki til staðar.
Ég verð að endurtaka að það að setja fram kosningaloforð án þess að kynna sér lögmæti þess er alveg með ólíkindum. Ekki mjög traustvekjandi. Samstöðu varð líka kunnugt um efasemdir um lögmætið strax í kosningabaráttunni:
Í kosningabaráttunni og í sumar hafa þær raddir heyrst að íbúakosningar, með því formi sem stefnt var að, standist ekki sveitarstjórnarlög eða í besta falli séu á gráu svæði hvað þau varðar.Hún hélt því samt til streitu. Að kalla skoðanakönnunina ,,stefnubreytingu" er veigrunarorð. Þetta eru hrein og klár loforðasvik. Meirihlutinn hefði vel getað efnt loforð sitt um íbúakosningu með því einfaldlega að halda löglega íbúakosningu þar sem öllum íbúum/útsvarsgreiðendum er gert jafnhátt undir höfði. En Samstaða hefur greinilega ekki mikinn áhuga á því.
Í tilefni af væntanlegri skoðanakönnun hef ég nokkrar spurningar vegna misvægis skoðana eftir búsetu innan sveitarfélagsins:
- Setjum sem svo að innan skólasvæðis Þingeyjarskóla sé meirihluti fyrir óbreyttu ástandi en samanlagður meirihluti fyrir sameiningu séu skoðanir allra teknar með, hvað þá?
Þetta getur að sjálfsögðu verið á hinn veginn; meirihluti fyrir sameiningu en samanlagður meirihluti fyrir óbreyttu ástandi.
- Hvað ef meirihlutinn innan skólasvæðisins er naumur en samanlagður meirihluti yfirgnæfandi? Breytir það einhverju?
- Er búið að ákveða vægi skoðana? Íbúar innan skólasvæðis hafi gildið 1 á meðan aðrir hafa gildið 0,5 svo dæmi sé tekið? Fáum við að vita hvernig þetta er metið?
Þá langar mig að spyrja um ljósleiðarann. Í títtnefndu bréfi oddvitans segir:
Sveitarstjórn hefur ákveðið að þar sem verið er að framkvæma skoðanakönnun í sveitarfélaginu sé rétt að nota tækifærið og kanna hug íbúanna til ljósleiðaravæðingar. Því munu í könnuninni verða nokkrar spurningar sem tengjast lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið.Ég átta mig ekki á tilgangi þessarar könnunar því ef ég man rétt þá var ljósleiðaravæðing óskilyrt loforð af hálfu Samstöðu. Í skjali sem ég hef vistað stendur:
Atvinnumál:Er Samstaða að reyna að koma sér undan þessu loforði líka?
Byrjuð er vinna við að kostnaðargreina lagningu ljósleiðara í öll heimili
í sveitarfélaginu. Ljóst er að þrátt fyrir umtalsverðan kostnað þá er
verkefnið raunhæft og mikilvægt fyrir alla framþróun. Ljósleiðarar bæta
verulega búsetuskilyrði og auka tækifæri íbúa sveitarfélagsins til starfs
og náms.
Stefnt er að verkefnið taki 3-5 ár og hefjist jafn fljótt og auðið er.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli