Um umræðu og fréttaflutning.

Það má kannski undrum sæta að ég ætli að dæma um hvað sé fréttnæmt og hvað ekki rétt eftir að hafa nánast samþykkt að allt sem fólk hafi áhuga á sé frétt. En það er stundum svona.
Ég get alveg verið sammála því að það er ekki gott ef þingmaður fer í ferðalag á vegum íslenska ríkisins að hann drekki sig svo fullan að hann æli yfir samferðafólk sitt.
Þá finnst mér ekki sjálfgefið að þingmaðurinn eigi endilega við áfengisvandamál að stríða þótt hann drekki sig útúrfullan einu sinni. Ekki einu sinni þótt hann sé í Framsóknarflokknum. Og kannski er hann veikur, þótt um það séu skiptar skoðanir. Hins vegar er ég ekkert viss um að þetta eigi endilega erindi í fjölmiðla.

Annað sem mér finnst ekki eiga erindi í fjölmiðla eru veikindi fólks. Það er vissulega fréttnæmt þegar fyrrverandi forsætisráðherra fellur frá. Að við séum að fylgjast með dauðastríði hans svona nánast í beinni finnst mér ekki í lagi. Var ekki vitað að maðurinn lægi fyrir dauðanum? Var það ekki þess vegna sem þessi fréttaflutningur var? Eða er þetta nýjasta nýtt; að láta vita af veikindum þekkta fólksins? Eigum við von á því að sjá fréttamenn hangandi fyrir utan sjúkrastofnanir núna?



Þá langar mig að biðja blessaðan forsætisráðherrann í guðs bænum að hætta þessu væli. Af hverju í ósköpunum er hann að gefa allri þessari ,,neikvæðni" og ,,óréttmætu gagnrýni" vægi fyrst þetta er svona mikil veruleikafirring?
Þú ert æðsti ráðamaður þjóðarinnar. Þú verður gagnrýndur harkalega og pólitískir andstæðingar munu reyna að koma á þig höggi. Þú vissir það fyrirfram. Deal with it!


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir