þriðjudagur, maí 05, 2015

Kynjahlutfall og jafnréttissjónarmið.

Síðasti móhíkaninn.
Vorið 2009 var auglýst eftir deildarstjóra við tónlistardeild Hafralækjarskóla. Þrír umsækjendur sóttu um stöðuna. Tveir karlar og ein kona. Konan var í reynd hæfasti umsækjandinn en annar karlinn var ráðinn, m.a. með vísun í jafnréttislög þar  sem mun færri karlar ynnu við stofnunina.

Haustið 2009 þurfti forfallakennara í Hafralækjarskóla vegna barnsburðarleyfis. Fjórir sóttu um stöðuna, einn karl og þrjár konur. Karlinn var ráðinn og var vísað (í rökstuðningi til annarra umsækjenda) til jafnréttissjónarmiða.

Nú þarf að fækka kennurum við Þingeyjarskóla (sameinaðir Hafralækjarskóli og Litlulaugaskóli.) Fjórum kennurum hefur verið sagt upp störfum, tveimur konum og tveimur körlum. Það virðist mjög jafnréttissinnað fyrir auðvitað utan þá staðreynd að karlar eru enn mun færri við stofnunina.

Fyrir utan íþróttakennarann verður enginn óbreyttur karlkyns kennari starfandi næsta vetur. Það sem meira er; fyrir utan iþróttakennarann eru einungis tveir aðrir karlkyns kennarar starfandi í Þingeyjarsveit. Og annar þeirra er tónlistarkennari.

Hins vegar verða auðvitað allir þrír grunnskólastjórnendur sveitarinnar karlkyns næsta vetur og annar tónlistardeildastjórinn. Þessi í Þingeyjarskóla.

Þau eru sérstök jafnréttissjónarmiðin í Þingeyjarsveit. Kannski lítillega hentugleikamiðuð?




Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...