Húsavík er frábær bær. Fallegt bæjarstæði og fullt af góðu fólki. Flottustu framhaldsskólanemar landsins að mínu algjörlega hlutlausa áliti.
Hins vegar er eitt pínu pons atriði sem truflar mig og fleiri eftir því sem ég heyri. Það virðist ríkja ákveðinn miskilningur á þýðingu þessa sklitis:
Einhverra hluta vegna virðast mjög margir halda að það þýði:
Gefa í og geysast inn á götuna. Draga svo mjög úr hraða.
Það er ekki alls kostar rétt. Það er reyndar alrangt. Þetta merki heitir biðskylda og þýðir að sá ökumaður sem merkið beinist að eigi að bíða með að fara inn á götuna ef annar bíll er fyrir á götunni. Ekki svína á bílinn sem er að koma og helst að keyra svo hægar en hann.
Annars bara góð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli