Ég hef verið að heyra það utan að mér að nemendum Þingeyjarskóla hafi fækkað talsvert undanfarið, jafnvel það mikið að húsnæði Litlulaugaskóla hefði dugað utan um hópinn. Sem betur fer til að minnka flækjustigið er verið að breyta því húsnæði svo ekki er hægt að bakka með þá ákvörðun.
Ég settist því við tölvuna og fletti upp á fundargerðum Fræðslunefndar til að athuga hvort eitthvað kæmi þar fram um nemendafækkun. Svo er ekki enda minnir mig að það sé yfirleitt bara fjallað um fjölda í byrjun skólaárs.
J... R... fór yfir dagskrá desembermánuðar í grunnskóladeild.
Hann fór einnig yfir aðkomu sérfræðinga að skólastarfinu. E.G. sálfræðingur hefur unnið með starfsfólki og I.S. hefur komið aðeins inn og kemur meira að starfinu eftir áramót. E.E.F. og A.K. sálfræðingar hafa einnig komið inn í skólastarfið. J.R. segist ánægður með aðkomu allra þessara aðila. (Leturbreyting mín.)
Afsakið, hvað!?
A.K. og E.E.F. eru væntanlega að starfa með nemendum. Það er nauðsynlegt að tryggja að nemendum líði vel í skólanum sínum og eðlilegt að slíkur vandi sé ekki leystur í eitt skipti fyrir öll þar sem sífellt koma nýir nemendur í skólann. (Mér finnst þó afar óeðlilegt að eineltisvandi fái að grassera árum saman í skóla.)
E.G. er afar fær sálfræðingur (og mjög skemmtilegur fyrirlesari). I.S. er afar fær skólamaður og ég hef ekkert við aðkomu þeirra sem slíka að athuga. Það er líka fullkomlega eðlilegt að reynt sé að takast á við vanda og vanlíðan sem skapast á vinnustöðum. En þegar þarf að kalla út sérfræðiaðstoð ár eftir ár eftir ár þá er orðið ansi vel í lagt. Skólinn er ekki einkafyrirtæki. Við útsvarsgreiðendur í Þingeyjarsveit rekum þennan skóla og borgum allt sem að honum kemur.
Í andstyggðarbréfi sveitarstjórans stóð:
Þið verðið að fyrirgefa en mér er fyrirmunað að skilja við hvaða vanda útvalið starfsfólk sem er svona miklu hæfara en annað og hefur í ofanálag fengið að velja með hverjum það vill ekki vinna getur átt við að etja.
Af hverju skilaði sálfræðikostnaður upp 1.5 milljón ekki kunnáttu og úrræðum til að takast á við slíkan vanda? Hvað kostar þessi aðstoð nú?
Ef það er rétt að nemendum hafi fækkað í skólanum þá má væntanlega gera ráð fyrir frekari uppsögnum sem vega þá upp á móti þessum kostnaði. Ef marka má reynsluna eru kennarar fv. Litlulaugaskóla í mestri uppsagnarhættu.
A.K. og E.E.F. eru væntanlega að starfa með nemendum. Það er nauðsynlegt að tryggja að nemendum líði vel í skólanum sínum og eðlilegt að slíkur vandi sé ekki leystur í eitt skipti fyrir öll þar sem sífellt koma nýir nemendur í skólann. (Mér finnst þó afar óeðlilegt að eineltisvandi fái að grassera árum saman í skóla.)
E.G. er afar fær sálfræðingur (og mjög skemmtilegur fyrirlesari). I.S. er afar fær skólamaður og ég hef ekkert við aðkomu þeirra sem slíka að athuga. Það er líka fullkomlega eðlilegt að reynt sé að takast á við vanda og vanlíðan sem skapast á vinnustöðum. En þegar þarf að kalla út sérfræðiaðstoð ár eftir ár eftir ár þá er orðið ansi vel í lagt. Skólinn er ekki einkafyrirtæki. Við útsvarsgreiðendur í Þingeyjarsveit rekum þennan skóla og borgum allt sem að honum kemur.
Í andstyggðarbréfi sveitarstjórans stóð:
Fram hefur farið samanburður á hæfi allra starfsmanna skólans. Eftir yfirferð gagna og þeirra upplýsinga sem fyrir liggja, bendir vinna sem farið hefur fram á vegum sveitarstjórnar vegna skipulagsbreytinga til þess að aðrir starfsmenn standi þér framar þegar kemur að því að ákveða hverjir muni áfram gegna störfum við Þingeyjarskóla.
Þið verðið að fyrirgefa en mér er fyrirmunað að skilja við hvaða vanda útvalið starfsfólk sem er svona miklu hæfara en annað og hefur í ofanálag fengið að velja með hverjum það vill ekki vinna getur átt við að etja.
Af hverju skilaði sálfræðikostnaður upp 1.5 milljón ekki kunnáttu og úrræðum til að takast á við slíkan vanda? Hvað kostar þessi aðstoð nú?
Ef það er rétt að nemendum hafi fækkað í skólanum þá má væntanlega gera ráð fyrir frekari uppsögnum sem vega þá upp á móti þessum kostnaði. Ef marka má reynsluna eru kennarar fv. Litlulaugaskóla í mestri uppsagnarhættu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli