Fordæmalaus staða

Það kom illa fram hjá mér í gær í síðasta pistli en ég sendi fyrirpurn til SÍ um venjur í starfslokasamningum. Fyrirpurnin var svona:

a) er venja í starfslokasamningum að launþegi haldi bæði launum sínum og öllum hlunnindum á starfslokatímabili?
b) er venja í starfslokasamningum að launþegi haldi starfslokagreiðslum á starfslokatímabili þótt hann fái aðra vinnu i) annars staðar ii) hjá sama launagreiðanda?

Svarið sem ég fékk var já við hvoru tveggja, SÍ legði til að þetta væri gert í starfslokasamningum sinna umbjóðenda og það fengist yfirleitt í gegn. SÍ er Skólastjórafélag Íslands.*

Nú sendi ég ekki sömu fyrirspurn til Grunnskólakennarafélags Íslands svo ég veit hreinlega ekki hvort þetta sé venja í starfslokasamningum grunnskólakennara. Reyndar hallast ég að þeirri skoðun að starfslokasamningar kennara séu sjaldgæfir þótt þeir hafi verið gerðir við nokkra kennara hér í Þingeyjarsveit í fyrra.
Einn Fésbókarvinur minn benti á þá staðreynd að aldrei myndi skólaliði fá slíkan samning. Það er auðvitað ömurlegur raunveruleiki að það eru aðeins hinir hæstlaunuðustu sem fá starfslokasamninga og þar með betri kjör en aðrir.
Hvað er það t.d. annað en hrein launahækkun að fá greiddan bifreiðastyrk án þess að þurfa að hreyfa bílinn?

Fái fólk á biðlaunum hjá sveitarfélagi vinnu hjá sveitarfélagi, þótt það sé hinum megin á landinu, þá skerðast biðlaunin sem laununum nemur. En ekki hjá flestum skólastjórnendum með starfslokasamning, aldeilis ekki. Ekki nóg með það né heldur að þeir geti fengið starf á nákvæmlega sama vinnustaðnum; þeir geta fengið nákvæmlega sama starfið og launin sem því fylgja og haldið starfslokagreiðslunum!

Sá möguleiki var, að sögn,** til staðar hér í Þingeyjarsveit. Í leiðara ritsjóra fréttamiðilsins 641.is Lengi getur vont versnað segir:
En miðvikudaginn 27. maí gerast óvæntir hlutir. Þann dag var fráfarandi skólastjóri ráðinn til eins árs í 50% stjórnunarstöðu sem verkefnastjóri hjá Þingeyjarskóla og á samkvæmt heimildum 641.is, að vera teymisstjóri yfir 4-7. bekk, án kennsluskyldu. Hann á auk þess að vera staðgengill skólastjóra þegar hann er ekki við.   (Leturbreyting mín.)
Uppsagði skólastjórinn á starfslokagreiðslunum er staðgengill nýja skólastjórans. Hefði nýi skólastjórans forfallast einhverra hluta vegna hefði uppsagði skólastjórinn tekið við starfinu.

Reyndar þarf ekki svona kúnstir til. Skv. starfslokasamningum flestra skólastjórnenda má ráða þá hvar sem er í hvað sem er. Svo sá möguleiki er fullkomlega til staðar að skólastjóra sé sagt upp vegna skipulagsbreytinga og fái starfslokasamning, sæki um gamla starfið sitt og fái. 
Þetta er auðvitað mjög gott fyrir viðkomandi, sérstaklega ef hann er að nálgast eftirlaunaaldur og vill hækka launin sín svo eftirlaunin verði hærri eða er að fara í fæðingarorlof. Sveitarfélög gætu vel komið til móts við fólk í svoleiðis stöðu eða einhverja viðkunnanlega í fjárhagserfiðleikum og tvöfaldað laun þeirra í eitt ár. Jafnvel lengur. 

Það virðist alla vega fullkomlega löglegt...*Ég vil að það sé á hreinu að mér er djöfullega við að losa sveitarstjórnina svona úr snörunni.
**Finn þetta ekki staðfest formlega neins staðar.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista