Að kunna að gleðjast

Ég vildi bara benda á að við í Þingeyjarsveit höfum ýmislegt til að gleðjast yfir. Það má vel vera að hvorki Bárðardalur né Útkinnarvegur séu malbikaðir og að löggan reyni að svipta okkur bílprófinu alveg villivekk á Skjálfandabrúnni. Það má ekki alltaf einblína á þetta neikvæða, það verður líka að gleðjast yfir því sem við fáum. Og við fengum þetta líka fína himpigimpi á t-gatnamótin við Tjörn. Ég held ég hafi bara aldrei séð svona fínt skilti né vel föndraða eyju.


Hátækni umferðar-öryggisgræja.

Ummæli

  1. Eruð þið búin að fá hringtorg? Lausn allra vandamála í samgöngum á Íslandi.
    Smá galli að circa 75% ökumanna fær hland fyrir hjartað þegar þeir þurfa að aka í gegnum svona fyrirbæri sérstaklega ef aðrir bílar eru á ferð.
    En íslendingar eru bjartsýnisfólk. Ef við höldum áfram að setja hringtorg þá kemur að því að fólk skilur þetta.
    Heyrði reyndar einhverntímann að skilgreiningin á geðveiki væri að gera sama hlutinn aftur og aftur og búast við breyttri niðurstöðu.
    If you build it, they will come.

    SvaraEyða
  2. Þetta er ekki hringtorg heldur skilti til að skrapa bílinn sinn á. Það hafa verið slys þarna þar sem bílar renna í hálku. Ég átta mig ekki almennilega á hverju þetta á að bjarga. Það eru tvö biðskyldu merki nú þegar.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir