föstudagur, júlí 10, 2020

Ófrægingarherferð narsissistans

Eftir Lauren Norris.
Þýtt að hluta, fengið héðan:
Hvað er ófrægingarherferð (smear campaign)?
Ef þú hefur einhvern tíma haft einhvern náinn í lífi þínu með narsissíska persónuleikaröskun narcissistic personality disorder þá þekkirðu væntanlega ófrægingarherferðina vel.
Ófrægingarherferð er þegar narsissistinn býr til falskan veruleika um þig með lygum og blekkingum.
Ég las frábæra tilvitnun hjá Greg Zaffuto í “From Charm to Harm and Everything in Between With a Narcissist” sem lýsir þessu vel:
„Narsissistar óttast opinberun eða sannleikann um sjálfa sig, SÉRSTAKLEGA ef þeim finnst sér ógnað.
Þeir munu rægja viðkomandi, trúverðugleika og æru með lygum, hálfsannleika og illgjörnu slúðri.
Narsissistinn leikur á tilfinningar og kenndir áheyrandans með sögu sem er nógu trúleg án þess að hægt sé að setja NÁKVÆMLEGA fingur á hverjar ásakanirnar eru, en er nógu áhrifamikil og illgjörn til að skapa tortryggni áheyrandans gagnvart skotmarki narsissistans.
Narsissistar snúa algjörlega upp á veruleikann með röngum niðurstöðum og mála sjálfa sig ALLTAF sem fórnarlömbin. Með þessu réttlæta þeir illgjarnt slúðrið sem þeir bera út til að eyðileggja mannorð einstaklings sem þeir upplifa að hafi lítillækkað þá á einhvern hátt. Eða þeir óttast að sannleikurinn um þá og það sem þeir gerðu einstaklingnum óverðskuldað komi í ljós.
„Ófrægingarherferðin“ og „illgjarnt baktalið“ er sóknar-vörn til að þagga niður í skotmarkinu/fórnarlambinu, vekja ótta, eyðileggja og aðallega til að vernda brothætt gervi narsisstans sem góðs manns.“
ÁSTÆÐUR ÓFRÆGINGARHERFERÐARINNAR?
Nokkrar algengar ástæður eru:
  1. Þú sagðir eða gerðir eitthvað sem lét þá líta illa út. Þeir gera hvað sem er til að laga ímynd sína og láta þig líta illa út í staðinn.
  2. Ómeðvitað veit narsissistinn að þú hefur áttað þig á honum svo hann byrjar að skíta þig út svo ef þú myndir segja einhverjum frá þá trúir þér enginn.
  3. Þeir eru að missa stjórnina á þér og eru að reyna að ná henni aftur.
HVAÐ FELST Í ÓFRÆGINGARHERFERÐINNI?
Lygar.
Þeir búa eitthvað til um þig eða það sem þú átt að hafa sagt eða gert
Oft er þetta gert undir yfirskyni „umhyggju“ gagnvart þér en er í raun aðeins leið til að dreifa óhróðri og lygum um þig.
Þetta getur spilast á mismunandi hátt. Narsissistinn segist hafa þetta frá áreiðanlegri „heimild“ en staðfestir aldrei þá heimild. … Eða þeir bara hreinlega ljúga og búa til hluti.
Stundum blanda þeir hálfsannleik í söguna. T.d. segja þeir frá því að þú hafir hent einhverju í þá en sleppa fyrri hlutanum þar sem þeir níddu þig niður og hótuðu ofbeldi.
Narsissistinn hættir aldrei. Hann mun reyna að eyðileggja sambönd þín og orðspor hjá fjölskyldu þinni, vinum, vinnufélögum jafnvel fólki sem þekkir þig ekki.
Sorglegast er að fólk hefur enga hugmynd um að þetta er ófrægingarherferð. Narsissistinn er svo lævís og varkár í „upplýsingagjöf sinni“ að fólk áttar sig ekki á hvað er að gerast.
Það er ekki ólíklegt að narsissistinn nái að snúa fólki gegn þér sem bæði þekkir þig vel og hefur þekkt þig lengi.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...